fbpx

Í HVAÐA SKÓM VERÐUM VIÐ NÆSTA SUMAR?

FASHION WEEKHEIMSÓKNSHOP
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kaupfélagið

Ég veit það er of snemmt að tala um þetta en ég ætla samt að láta vaða –

Ástæðan er sú að ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Kaupfélaginu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég var aðstoðarkona og ráðgjafi í þeirra innkaupum fyrir næsta sumar – ég elska svona verkefni og þau gefa mér mikið. Innkaup og sölumennska er mikið áhugamál og kannski eitthvað sem ég sakna smá frá því að ég vann í verslunum. Fylgjendur mínir virtust einnig kunna að meta þetta miðað við áhugann sem ég fékk a Intagram Story. Takk Kaupfélagið fyrir að leyfa mér að eiga notalega stund með ykkur!

Í þetta skiptið fékk ég að vera með í innkaupum á danska merkinu Shoe Biz Copenhagen sem Íslendingar eru eflaust farnir að þekkja vel. Shoe Biz er hluti af dönsku fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1941 – það er undirmerki hjá Gardenia sem ég hef skrifað um á blogginu áður. Merkið gerir skó úr hágæða leðri og eru þægindi og árstíðabundin trend höfð að leiðarljósi í hönnunarferli þeirra. Gardenia er á meðal fyrstu skómerkja í Danmörku sem sýndu skó sem höfðu háan hæl og mjóa tá og nú 76 árum síðar er Gardenia lykilmerki innan danska tískuiðnarins.

 

Úllen dúllen doff! Þetta eru mínir uppáhalds og þeir verða ALLIR fáanlegir á Íslandi!

 

Bandaskór í öllum litum eru á óskalista undiritaðrar fyrir vorið, mega helst vera þessir sem koma með lágum og háum hæl. Eruði jafn hrifin og ég?


En haustið kallar meira á svona skó ... sem við getum notað allt árið um kring. Eeeelska þessa!

og þessa (!!)

Þessir síðustu eru í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir þær sakir að þeir eru svo lágir uppá öklann – sem er kannski ekki venjan en mér finnst þeim takast vel til með þessa.

Hlakka til að fá þessa fallegu línu í sölu í vor á Íslandi. Ég verð fremst í röð!

Takk kærlega fyrir mig – þetta var ljómandi gaman.

xx,-EG-.

PERLUR Í AÐALHLUTVERKI

Skrifa Innlegg