fbpx

Hvaða farða notar þú?

BEAUTYSAMSTARF
Sensai farðann fékk ég að gjöf

“Hvaða farða notar þú?” – Spurning sem ég fæ mjög gjarnan. Ég mála mig alls ekki alla daga og fer oft með einungis andlitskrem út úr húsi, enda finnst mér óþarfi að vera að eyða meikinu þegar ég sit fyrir framan tölvuskjáinn allan daginn.

Mín persónulega “MUA”, Rósa María Árnadóttir, kynnti mig fyrir hinum fullkomna farða fyrir ca. ári síðan. Rósa hefur farðað mig oftast af mínum konum og þekkir mig því betur en flestir (betur en ég sjálf) þegar kemur að förðun. Hún veit hvað ég vill og hvað fer mínu útliti. Fyrst um sinn farðaði hún mig með sínu persónulega “kitti” en ég var svo heilluð að mig langaði til að skipta yfir í þessar vörur sjálf. Ég er mjög ánægð með báðar vörurnar, annars vegar Glowing Base og hins vegar Flawless Satin Foundation. Þær gefa geislandi lúkk á sama tíma og farðinn gefur þetta náttúrlega lúkk sem ég er alltaf að leita af. Ég kynnti einnig vörurnar fyrir systur minni og hún var heilluð og er byrjuð að nota þær.

Nú þegar ég er að klára fyrsta skammt af mínum Sensai flöskum þá er um að gera að deila þessari snilld með ykkur líka. Ég hef reyndar svarað mörgum ykkar áður en aldrei komið þessum upplýsingum almennilega að á blogginu. Svo versogút kæru lesendur.

 

Á myndunum er ég með farðana tvo, maskara frá sama merki, Becca augnskugga og smá kinnalit frá NYX. Ef ég vil vera extra fín nota ég Becca highlights en það er algjört spari.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: #VÁLOKSINS

Skrifa Innlegg