fbpx

SUMAR YEOMAN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN

Þið sem fylgið mér á blogginu vitið að ég er yfirleitt frekar fljót að birta póst eftir heimsóknir í verslanir eða showroom. Nú er ég lent á Íslandi yfir helgina og þegar ég heimsótti Skólavörðustígin fyrr í dag þá fattaði ég að síðasta heimsókn mín þangað snérist um heimsókn í verslun Hildar Yeoman þar sem ég skoðaði vöruúrvalið. Ég valdi mínar uppáhalds flíkur og tók myndir af nokkrum dressum. Ég hef reyndar sagt frá samstæðudressi (hér) og ilmvatni sem ég er ný byrjuð að nota (hér) en hef ekki sýnt ykkur restina af myndunum sem við tókum.
Undirituð var svolítið þreytt þannan daginn og horfir því mest til hliðar þegar smellt var af en það eru líka klæðin sem eiga að vera aðal atriðið og þau koma vel til skila. <3

Þegar þessi heimsókn fór fram þá voru nýju kjólarnir hennar ekki mættir í verslunina en í dag er raunin önnur. HÉR getið þið skoðað frekara úrval í versluninni.

Áfram íslensk hönnun!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAKSVIÐS HJÁ STINE GOYA

Skrifa Innlegg