fbpx

HEIMSÓKN: LINDEX SHOWROOM

HEIMSÓKNSHOP

Heimsóknir í showroom eða til áhugaverðra fyrirtækja er liður sem þið lesendur mínir kunnið alltaf að meta. Heimsóknirnar færa okkur nær hönnuðum eða fyrirtækjum og búa til persónulegri nálgun á þeirra verk. Sú nálgun er að mínu mati mun betri en þegar línurnar eru sýndar á fyrirsætum í auglýsingum eða á tískupöllunum.
Ég finn að þið eruð sammála miðað við þau komment sem ég hef fengið.

Jæja …
Lindex lofar góðu miðað við það sem ég sá og snerti í heimsókn minni í sýningarherbergið í Stokkhólmi. Jess!! Þið fylgduð mér mjög mörg í beinni í gegnum Story á Trendnet og á mínu persónulega Instagram aðgangi. Það var skemmtileg upplifun fyrir alla því þannig gat ég sýnt ykkur það sem óskað var eftir og svarað spurningum fljótt og örugglega – skemmtilegt.

Ég “babblaði” eitthvað við myndavélina, sagði ykkur meðal annars frá frábærri nýjung sem féll vel í kramið já mörgum, þar á meðal mér. Lindex gefur gömlum flíkum nýtt líf með því að endurhanna úr efnum sem annars myndu fara í ruslið. Ég var til dæmis alveg sjúk í gallabuxurnar sem eru einfaldar en með línu á hliðinni sem setur punktinn yfir i-ið. Komnar á minn óskalista! Ég mátaði líka nokkrar flíkur og sýndi hvernig má nota þær á mismunandi vegu eftir tilefnum. Eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hugsa út í þegar ég fjárfesti í nýjum flíkum – notagildið. Annars drakk ég líka heitt kaffi og spjallaði við indælar stúlkur sem þarna unnu um hvað koma skal hjá Lindex.

Þetta fékk ég svo að sjá og snerta –

//

I went on a little road trip and visited the Lindex showroom in Stockholm. I had a nice time, tried out some selected items from the summer collection, drank a little coffee and had a chat with the friendly girls working there. A lot of my readers followed me on Story on the Trendnet Instagram (@trendnetis).

I was impressed by the collection and my favorite was the recycled clothes. They have made some items from the fabrics that would normally be thrown away. Great move by Lindex! Here you have pictures –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Blúnda og statement eyrnalokkar – sumarið er klárt!

Processed with VSCO with c1 preset

Stúlkurnar sem tóku á móti mér í sýningarherberginu voru voða ánægðar með hnútinn sem ég batt á þennan gegnsæa kjól. Þannig er hægt að poppa hann upp og niður eftir skapi –

 

Processed with VSCO with c1 preset

Litir og falleg print –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Ég var næstum búin að ræna þessari með mér heim … þunn og dásamleg fyrir góða veðrið í sumar en í dag myndi ég klæðast henni yfir rúllukragabol –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

img_2966

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Útskrift í vor? Boð í brúkaup í sumar? Ljósbleik blúnda frá toppi til táar fær mitt samþykki –

Processed with VSCO with f2 preset

Það er allt fallegra með smá glitri –

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessi vakti mikla athygli. Þegar ég sá hann fyrst þá hugsaði ég sandalar og hvítur sandur. En svo mátaði ég hann og þá kom í ljós að hann myndi líka henta sem hinn fallegasti samkvæmiskjóll –

Processed with VSCO with f2 preset

Gyllta hálsmenið er líka frá Lindex og er væntanlegt í vor. Punkturinn yfir i-ið –

Processed with VSCO with g3 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Falleg þykk peysa með opnu baki. Hún mun koma í tveimur litum –

 

Processed with VSCO with f2 preset

Pífur á allt í sumar. Þessi kjóll gæti glatt margar –

Processed with VSCO with c1 preset

 

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er mikið ég. Ég var svo heppin að fá þessar buxur með mér heim – eeelska smáatriðið á skálmunum –

Processed with VSCO with c1 preset

Einfalt leðurveski sem fangaði auga mitt þegar ég sá hringinn sem býr til handfangið. Ykkur líka? –

Processed with VSCO with g3 preset

Langar –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Hér  sjáið þið nærmynd af þessum dásamlega kjól sem ég veit að yrðu svo góð kaup –

Processed with VSCO with c1 preset

Veldu nú það sem að þér þykir best? –

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Takk fyrir mig Lindex // Tack snälla Lindex showroom.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: SUNDAYS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Melkorka Ýrr

    2. March 2017

    Allt svo fínt!!

  2. Sigríður

    3. March 2017

    Ég er sammála þér! Svona heimsóknir finnst mér mjög skemmtilegar :D
    VÁ hvað ég er spennt að fá þessi föt í búðirnar. Er það núna í sumar?

    • Elísabet Gunnars

      4. March 2017

      Já <3 SS2017 :)