fbpx

HEIMSÓKN MEÐ A – JÓLA SEASON

HEIMSÓKN
Heimsóknin er samstarf við Andreu Magnúsdóttir fatahönnuð og verslunareiganda

Ég var svo lánsöm að fá að heimsækja sýningarherbergi Notes Du Nord í Kaupmannahöfn þegar ég var sérstakur aðstoðarmaður Andreu í innkaupum fyrir jólin. Ég var auðvitað í beinni á story (sjá HÉR) og svo tók ég fullt af myndum líka en varð fyrir því óláni að síminn minn krassaði mánuði síðar og myndirnar hurfu úr almbúminu … ég er svo svekkt yfir því og  var ekki búin að fatta það fyrr en ég settist til að vinna þessa bloggfærslu. Það var nefnilega bara smá tímabil af vorinu sem þurkaðist út og það var einmitt á þeim tíma sem við létum okkur dreyma um jólakjóla þessa árs. Ég er sérstaklega með einn í huga sem mig langaði að sýna ykkur en á enga mynd af … en þið getið gert ykkur ferð á Norðurbakkann til að skoða Notes Du Nord jólalínuna sem AndreA tók inn – ég veit að flíkurnar eru að detta í hús þessa dagana og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

AndreA var með einhverjar  myndir save-aðar hjá sér og  mig langar þessvegna að fá að sýna ykkur smá af því sem þið megið eiga von á í sölu …

Jakki drauma minna er til dæmis í þessari sendingu …

Og skyrta sem ég trúi ekki að sé loksins að koma … er búin að vera með hana á heilanum í allt sumar og ætla mér (!) að eignast hana til að dressa upp og niður í desember. Sjáið þessa fegurð …

Spöngin (listaverkið?) kemur líka fyrir jólin …
Kæri Jóli? .. Fullkominn fylgihlutur í jólapakkann.


Annars er alltaf gaman saman hjá þessu tvíeiki …
Myndir þú velja rauðann eða bláan eða báða? Rautt var mitt val, í anda jólanna …

Og talandi um rautt …

Ég nota aldrei flíkur í þessum lit … en sniðið kallaði á mig og kannski er þetta bara að virka? Held að það verði mögulega slegist um þennann ..

Basic er best? Það er allavega lína sem ég hef notað mikið síðustu árin …

Takk elsku A fyrir að leyfa mér að koma með í þessa drauma heimsókn í uppáhalds Kaupmannahöfn. Sýningarherbergið er  eitt af fallegri rýmum sem ég hef heimsótt, staðsett í hliðargötu við Nyhavn sem iðar af lífi. Minni aftur á story HÉR þar sem þið getið séð út um gluggann hjá mér.

Þetta er svo Sara, eigandi merkisins – þessi kona ber þess merki að allt er hægt ef maður getur – ætlar og skal. Ég dáist af svona dugnaði og þessi kona Merkið var stofnað árið 2016 og því búið að stækka á methraða!


Ég mæli með þessari færslu, fyrir ykkur sem ekki þekkið Notes Du Nord nú þegar. Nýtt merki á hraðri uppleið … og ég er mikill aðdáandi.

 

Fylgið verslun Andreu HÉR til að fylgjast með því hvenær þessar flíkur koma í sölu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

RAUÐ DRAUMAJÓL FRÁ BOTTEGA VENETA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Bergmann

    23. November 2019

    Ómæ !! Þessi skyrta er algjör draumur xx

  2. sigridurr

    24. November 2019

    LOVEEE!!!!