fbpx

HEIMSÓKN: HILDUR YEOMAN

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN


IMG_0065IMG_0066
IMG_0070DSCF6318DSCF6315

Flóra SS15 / AW15

Í brjálæðis vinnutörn á Íslandi gaf ég mér tíma til að heimsækja Hildi Yeoman á krúttlega vinnustofu í miðbænum. En ég hef áður heimsótt hana hér.

Heimsóknin fór fram rétt eftir vel heppnaða sýningu hönnuðarins í Vörðuskóla (sjá að ofan). Hildur er þekkt fyrir að fara aðrar leiðir í tískusýningum og var stemningin í skólanum engu öðru lík. Dansandi uppvakningar og allskonar fyrirsætur í fronti – ég skemmti mér vel.

11087418_10152814501742568_1581578193_n

Þó að sýningin hafi verið vel heppnuð þá er oft þægilegra fyrir hinn almenna kúnna að sjá fötin mátuð flík fyrir flík eins og ég sýni ykkur hér að neðan. Þau njóta sín á annan hátt – verða meira “wearable”.

Hildur hafði þetta að segja um línuna:

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?

Ég var fyrir austan á Seyðisfirði síðla siðasta sumars. Það var allt í blóma og ég fór að týna grös til að vinna með. Kynntist seiðkonu sem kenndi mér að gera blöndur sem hafa allskyns mismunandi tilgang, t.d. til að lækna sálarmein, auka sjálfstraust eða tæla hjarta. Mig langaði til að þróa þessar mixtúrur yfir í prent og vann með það að leiðarljósi. Línan er einnig inpiruð af þeim konum sem hafa nýtt sér grösin frá örófi alda og ekki síður öllum þeim flottu konum sem eru í kringum mig og eru rammgöldróttar á ýmsum sviðum.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?

Ég reyni að gera flíkur sem henta fleiri en einni líkamsímynd. Ég vil að fötin séu úr gæðaefnum og að frágangur sé til fyrimyndar. Það mikilvægasta er þó að konum líði vel í fötunum frá mér og að þau gefi þeim gleði.

 

11077901_10152814501977568_1875622011_n 11081569_10152814501947568_1306221023_n 11104280_10152814501942568_851965181_n 11081745_10152814501927568_1027066131_n 11101779_10152814501867568_1854473555_n 11079158_10152814500367568_326525888_n 11103920_10152814500312568_1685618276_n 11072743_10152814501757568_1177436670_n 11096750_10152814501752568_806347535_n 11077528_10152814501812568_1260609905_n 11087418_10152814501687568_329978934_n 11103898_10152814501682568_869660606_n 11072269_10152814501657568_1768867086_n 11088701_10152814501567568_487792827_nDSCF6411 11079997_10152814501562568_1299758616_n 11103973_10152814494572568_1808686405_n 961730_10152814502062568_1769417373_n 10951942_10152814502057568_619632629_n 11092592_10152814502052568_107780586_n

Það sem ég mátaði er aðeins brot af því sem við eigum von á að sjá í sölu – mínar uppáhalds vörur. Það gefur að skilja að yfirhafnasjúka konan sé spenntust fyrir þeim þremur yfirhöfnum sem þið sjáið að ofan. Allar svo ólíkar en eiga það sameiginlegt að vera mjög mikið fassjón – munu setja punktinn yfir i-ið þegar þannig ber undir.

Yfir heildina gef ég “high five” á Hildi (Yeoman) sem kann sitt fag. Listakona fram í fingurgóma og við njótum góðs af því.

Áfram Ísland! (er ég byrjuð að segja það í hverjum einasta pósti?)

xx,-EG-.

GLAMOUR ICELAND

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. hulda karen sigurðardóttir

    29. March 2015

    hvar er hægt að máta og kaupa hjá henni fötin?:)

    • Elísabet Gunnars

      30. March 2015

      Í Kiosk Laugavegi. En fyrsta sending af þessari fatalínu kemur í sölu í sumar :)