fbpx

VINNUSTOFA YEOMAN

HEIMSÓKN


Ég heimsótti vinnustofu Hildar Yeoman á dögunum og skoðaði þar allt milli himins og jarðar. Þið sem að þekkið Hildi vitið hversu skapandi hún er í öllu því sem að hún tekur sér fyrir hendur. Hvort sem það snerti  fatahönnun, skartgripahönnun, stíliseringu, listmálun eða annað … þá er Hildur klárlega ein sú fremsta á landinu hvað list og fegurð varðar í þeim efnum. Það sem að ég heillast mest af við hana sem listamann er hvað hún er klár að blanda saman hæfileikum sínum og skapa þannig fallegar vörur sem að skera sig úr almenna úrvalinu. – Ég er semsagt aðdáandi af þessari íslensku hönnun.

Allar þessar myndir, skart og klæði hér að ofan eru til sölu.
Mikið af fötunum sem að hún geymir á vinnustofunni eru aðeins “show peaces” (guðdómlegir), en mjög margt er klæðilegt og falleg. Ég var heppin því ég fékk að máta vel valdar flíkur fyrir ykkur að skoða nánar. Það sýni ég ykkur … síðar.

xx,-EG-.

XO

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    18. January 2013

    Skemmtilegt. Svörtu skyrturnar fallegar eins peysan á gínunni.