fbpx

HEIMA: On hold

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Ég elska þegar mínir nánustu lesa bloggið mitt …  stundum getur maður nefnilega grætt á slíku.
Fyrr í haust tók ég listamanninn Rakeli Tómasdóttur á tal þegar hún hóf sölu á fallegum nýjum verkum. Ég þekki Rakel frá því að ég vann með henni að Konur Eru Konum Bestar verkefninu góða og kynntist þar hennar miklu hæfileikum og ástríðu fyrir teikningum.
Mig langaði að hjálpa henni og deildi því myndunum hennar sem voru strax komnar á minn óskalista. Nokkrum vikum síðar fékk ég svo sendingu frá dýrmætri vinkonu sem les bloggið mitt og vildi gleðja mig óvænt. Útsýnið yfir morgunbollanum varð mun betra og þeir eru ófáir síðan þá með þetta dásamlega verk fyrir augum, On Hold.

//
This is my view over the morning coffee. A drawing by Rakel Tomasdottir, young and talented artist from Iceland.

Ég þurfti ansi marga mánudagsbolla í dag – jólatörnin er hafin af alvöru og ég því föst með nefið við skjáinn og símann á eyranu. Skemmtilegur tími framundan!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TREND: RAUÐIR SKÓR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    29. November 2017

    Svo falleg mynd!x