English Version Below
Þið sem fylgið mér á Instgram fenguð óvenjulega hlið af mér í vikunni þegar ég sýndi mikið frá heimili mínu. Um er að ræða IKEA ferð fyrri daginn þar sem ég ákvað á staðnum að taka út mínar uppáhalds vörur í versluninni. Daginn eftir hélt ég áfram þar sem ég sýndi tvær af þeim vörum sem fóru með mér heim. Í kjölfarið fékk ég svakaleg viðbrögð, þau mestu síðan að ég byrjaði á Instagram story sem er kannski vísbending um að ég eigi að breyta mínu bloggi yfir í heimilisblogg – watch out Svana ;) Ég vaknaði allavega á miðvikudegi með fjöldan allan af fyrirspurnum frá allskonar fólki, sem er auðvitað bara frábært, ykkur er alltaf velkomið að senda mér línu.
Eins og oft þá ætlaði ég ekki að kaupa neitt sérstakt í þessari IKEA ferð heldur aðallega að komast aðeins frá tölvunni og í smá jólaskap með fjölskyldunni og bragða á kjötbollunum frægu. Planið fór út um gluggann því ég keypti auðvitað slatta af hlutum (nokkra eftir íslenska hönnuði) og tvær stærri, fyrirfram jólagjafir – eitthvað sem er búið að vera á “to buy” listanum í lengri tíma. Bæði mjög góð kaup sem ég ætla að segja ykkur betur frá.
Þetta er mitt heima .. orðið voða kósý –
1. TEPPI –
Teppið er því miður ekki til á Íslandi .. svo það komi strax fram. Þið eruð samt mörg sem búið erlendis sem lesið bloggið mitt svo ég vona að það verði ekki allir leiðir. Þetta tiltekna teppi heitir IBSKER og mun mögulega koma í sölu á Íslandi næsta sumar ef allt gengur eftir (upplýsingar sem ég fékk hjá IKEA á Íslandi). Ég er voða glöð með það í mína stofu, nú er hún mun betur innrömmuð en áður. Teppi búa til svo hlýlegt yfirbragð og þetta er sérstaklega notalegt, úr 100% ull og á því að hreinsa sig sjálft að einhverju leiti.
Einhverjir eiga þó eftir að fussa yfir því að ég sé að kaupa mér hvítt teppi með tvö börn á heimilinu (annað undir 2 ára) eeeen maður verður að lifa svolítið á brúninni ekki satt?
2. Borðstofuborð
Við Gunni erum búin að láta okkur dreyma um nýtt borð í lengri tíma. Við höfum setið við sama borðið síðan að við fluttum til Svíþjóðar fyrir 8 og hálfu ári síðan og fannst kominn tími til að endurnýja. Svo það fylgi sögunni þá var gamla borðið af loppemarkaði og kostaði um 2000kr. Ekki að það sé neitt slæmt en það átti samt að vera bráðabirgða kaup .. fyrir löngu síðan.
Draumaborðið er frá Norr11 en fjárhagurinn sagði okkur alltaf að bíða örlítið með þau kaup. Við erum vissulega ekki í framtíðarhúsinu og því verður að vanda valið þegar kemur að stærri kaupum fyrir heimilið. Við höfðum augastað á IKEA borði þegar samtarf milli sænsku snillana og dönsku HAY fór í sölu fyrr í haust. Við létum þó ekki verða af því að að fara í verslunina að skoða borðið heldur dáðumst bara af því á myndum. Í þessari IKEA ferð mundum við eftir því aftur en það var hvergi sjáanlegt enda kláraðist þessi lína hratt á sínum tíma. Allt kom fyrir ekki en borðið beið okkar svo í niðurlækkuðu deildinni við kassana þar sem sýningareintakið (í toppstandi!) var komið á sölu á 40% afslætti. Við því ekki lengi að slá til! Borðstofuborð fyrir 15.000 krónur fór með okkur heim og mér finnst það gullfallegt!
___
Þetta eru aðrar vörur sem heilluðu – inná bað, í barnaherbergið, sniðugar gjafir, falleg ljós og svo framvegis og auðvitað allt á ótrúlegu verði.
Bergþóra hjá Farmers Market á heiðurinn af þessum púðum –
Teppið góða –
Ég keypti tvö svona box – annað þeirra fyllti ég strax af tímaritum sem áður voru á gólfinu.
Íslenskt jólaskraut eftir Jón Helga vöruhönnuð –
Ég þarf greinilega að vera duglegri að birta myndir frá heimili mínu þar sem þið virðist mörg hafa áhuga á slíku. Áramótaheit fyrir 2018 … og það styttist heldur betur í það árið.
Vonandi héldu einhverjir út og lásu þennan langa bloggpóst alla leið. Skál fyrir ykkur!
//
My very long blog about my Ikea trip this week. To make a long story short we made some surprise purchase – dining table and a light rug for the living room. We are so happy with both of them! I also tried to show you some good ideas that you can find for good price.
God bless IKEA – most of the time at least, sometimes the trips becomes disaster.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg