Ég er ein af þeim sem er alltaf með handtösku. Yfirleitt geng ég lengi með sömu og frá því í haust hef ég borið þessa íslensku frá Andreu Magnúsdóttur. Stærðin er frábær því það komast ótrúlegustu hlutir ofan í hana. Í dag er hún nokkuð tóm, miðað við oft áður.
Útsýni dagsins –
Úps – það sést ekki útsýnið sem ég er að reyna að fanga.
.. og inn með bumbuna. Til að taskan náist með á mynd.
Leður á leður á leður.
Jebbs – þessir dásemdar skór eru mínir!
Fín – mín.
Fæst: HÉR
Ég hellti úr veskinu til að sýna ykkur innihaldið. Hef stundum fengið þá beiðni inná póstinn hjá mér.
Í dag er staðan þessi:
Súkkulaði: Nói Síríus suðursúkkulaði sem kom í póstkassann í morgun (takk mamma)
Varalitur: Loréal – litur:234
Tannþráður: OralB
Svampur: Real Techniques
Naglalakk: Essie Mademoiselle
Concealer penni: H&M
Púður: Mac Mineralize Skinfinish
Bláa Lónið krem: Ferðastærð af uppáhalds andlistkreminu mínu / Rich nourishing cream
Sími: Iphone 5S – skjárinn er mölbrotinn og því 6s mín næstu kaup
Teygja: Apótek
Sólgleraugu: RayBan Wayfarer
.. Einnig sést glitta í minnismiða og penna sem er mikilvægt þessa dagana.
__
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg