fbpx

GUNNARSDÓTTIR MEÐ GLOSS

BEAUTYSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Loréal á Íslandi

… það er nýtt!

Ég er alveg sjúk í þennan sem er einn af mörgum fallegum snyrtivörum úr samstarfi Isabel Marant x Loréal. Vörurnar duttu óvænt í hendurnar á mér um síðustu helgi (takk Erna Hrund) en ég hefði annars verið fyrst á svæðið í event sem fer fram í kvöld.
Franski hönnuðurinn hefur lengi verið eftirlæti undiritaðrar en ég kynntist henni þegar ég bjó í Frakklandi fyrir nokkrum árum.

Fatahönnuðurinn Isabel Marant er þekkt fyrir náttúrulegt útlit og er auðvitað mesti töffari í heimi, þess vegna var ég virkilega spennt þegar ég heyrði að Loréal hefði fengið hana með sér í lið. Hönnun hennar er klæðileg með smá bóhem ívafi, eins og hennar persónulegi stíll. Hún vill að konur séu þær sjálfar og tekur fagnandi á móti nýjum gráum hárum og hrukkum – það er eitthvað svo fallegt og þroskað við að heyra slík orð frá konu í tískubransanum, fyrirmynd!

Marant hannaði fyrir H&M þegar ég var búsett í Frakklandi og á þeim tíma kynnti ég lesendur mína fyrir henni hér á blogginu í fyrsta sinn. Að mínu mati var það fallegasta samstarf H&M við hátískuhönnuð. Ég heimsótti einmitt showroomið í París á þessum tíma en síðan eru liðin 5 (!) ár.  Sjá gamla færslu HÉR.

Glossinn sem ég hef notað síðustu daga heitir Canyon Avenue og er glær en með bleikum tón sem frískar upp á útlitið. Mjög fallegur einn og sér, án annarra förðunarvara. Þannig hef ég notað hann síðustu daga. Fyrir utan í gær þegar ég setti á mig maskara .. og það var líka alveg ágætt ;)

Takk fyrir mig Loréal á Íslandi – mikið er gaman að nota gloss á nýjan leik, en ég er líka spennt að nota þessa dásamlegu möttu jarðliti á næstunni … og auðvitað rauða litinn um jólin.

Marant var í viðtali við VOGUE þar sem hún fer yfir 6 franskar fegrunar reglur. Ég læt eina sem heillaði mig fylgja með hér að neðan og restina af viðtalinu getið þið lesið HÉR.

Eat with joy and integrity.
Beauty starts from the inside out. If you take good care of yourself, then all you need is a great lipstick or blush. You don’t need a lot of makeup when the base is good. For me, it starts with cooking—though not too much [laughs]—and taking pleasure in what I eat. It’s the simple things, really, like a salad with fresh vegetables, good olive oil, a nice vinaigrette with lemon juice, and a pinch of salt. You don’t need to spend so much on skin care. Put your money toward eating the right food. I also love drinking carrot juice. The vitamins are excellent for your tan—you don’t even need to spend time in the sun.

Mínir uppáhalds varalitir úr línunni eru La Seine Shadow og Palais Royal Field auk Canyon Avenue sem ég sýni hér að ofan. Uppáhaldið er þó líklega prentið á umbúðunum – SMILE, gott að minna sig reglulega á það.

Línan fer í sölu á Íslandi á morgun, föstudaginn 16. nóvember.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: BLÁA LIÐIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Erla Óskarsdóttir

    16. November 2018

    Sæl, ég elska Isabel Marant og var svo heppin að næla mér í smá úr línunni hennar fyrir HM. En veistu hvort snyrtivörurnar verði seldar í ákveðnum verslunum ?
    Kær kveðja Erla

  2. sigridurr

    18. November 2018

    fallegust!! xxx