fbpx

GÓÐAN DAGINN SAGE

DRESS

Góðan daginn.
Þegar það er orðið fréttnæmt að undirituð hafi klætt sig fyrir heimaskrifstofuna, þá ætti ég kannski að fara að skoða mín mál? …

Ég hitti hina hæfileikaríku Sögu Sif í síðustu viku þegar hún færði mér fallega blússu að gjöf. Um er að ræða samstarfsflík fyrir Gallerí 17 sem fer í sölu í dag, 9.desember.

Saga er á þriðja ári í fatahönnun í Listaháskólanum og því frábært tækifæri fyrir hana að fá að hanna heila línu til sölu í verslun með stuðningi frá 17. Það gleður mig að geta hjálpað til við að peppa þennan unga og efnilega hönnuð. Ég elska þessa bláu blússu – fíla hvernig Saga vinnur með rykkingar sem þema í því sem hún gerir.

Til hamingju með línuna, megi þér vegna vel.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

SAGE x Gallerí 17

Guðrún Sortveit tók Sögu Sif í spjall á Trendnet síðasta sumar, áhugasamir geta kynnst henni betur þar.
Mér finnst auðvitað sérstaklega skemmtilegt að hún sé handboltastelpa – það er vel hægt að blandar saman íþróttum og tísku ;)

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FÆTUR UPP Í LOFT - ÍSLENSKIR SOKKAR FYRIR GÓÐAN MÁLSSTAÐ

Skrifa Innlegg