fbpx

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐMAGAZINE

Góðan daginn ágæti mánudagur …

photo 3

Ég opnaði póstkassann í morgun þar sem nýjasta Vikan beið mín. Þar er ég spurð spjörunum úr og þá einna helst um borgina mína hér í Þýskalandi. Ég er orðin sérfræðingur í að finna uppáhalds hverfi og kaffihús á þeim stöðum sem ég bý á hverju sinni – mikilvægt fyrir flökkukind eins og mig.
Í Þýskalandi flakka ég á milli Gummersbachm þar sem við búum, og Köln sem er í stuttri akstursfjarlægð og því blaðra ég um mína uppáhaldsstaði á báðum stöðum.

photo

Þjóðverjar komu mér á óvart … það er engin lygi !

photo 1-2 photo 2-2

Ég mæli að sjálfsögðu með því að þið tryggið ykkur eintak. Nokkuð skemmtilegt viðtal að þessu sinni, þó ég segi sjálf frá.
Einnig er áhugavert viðtal við Siggu Heimis, orkukvendi að mínu mati. Kona sem kann að láta hlutina ganga upp á þann veg sem hentar nútímalífi. Til fyrirmyndar!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

BARCELONA BEIBÍ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fjóla Finnboga

    2. September 2015

    Mjög skemmtilegt viðtal :) Og eftir það er Köln alveg komið á ferðalistann ;)

  2. Elísabet Gunnars

    3. September 2015

    En gaman að heyra! Sjáumst í Köln ;)