fbpx

GÓÐAN DAGINN 2020

LÍFIÐ

Góðan daginn Ísland og góðan daginn tvöþúsundogtuttugu, dagur níu. Þið finnið mig hér –

Það er 9.janúar í dag og ég opnaði loksins nýju dagbókina mína og reyni með því að hefja almennilega nýtt vinnuár. Ég lenti á Íslandi fyrir nokkrum dögum og hoppaði inn í Sjöstrand gír fyrir mína menn en er núna að ná að vinna mig niður mail listann og koma mér í gírinn. Þú átt mail! Það er allavega líklegt miðað við hvað ég er búin að vera dugleg og svara mörgum í morgun.

Ég opnaði mig aðeins með tilfinningarnar sem báru mig yfirliði á nýársdag þegar ég vaknaði með hnút í maganum. Það verða breytingar sem bíða okkar fjölskyldunnar næstu mánuði og ég er með mjög blendnar tilfinningar fyrir því. Ég er svo mikil tilfinningavera og á það til að ofhugsa hlutina en ég veit að maður verður stundum að sleppa tökunum. Ég er svo stolt af mínu fólki sem blómstrar hvert á sínu sviði og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem framundan eru.

Ég fór yfir bloggárið í sér færstu HÉR á dögunum og ætla mér að reyna að koma til móts við lesendur með því að halda dampi í færslum á árinu 2020. Þið viljið persónulegt, en líka tísku í bland, miðað við mest lesnu færslur síðasta árs. Ég er tveggja barna móðir, gift atvinnumanni í handbolta, business brasari, bloggari og nautnaseggur sem líður best í rútínu með mínum hálftíma daglegu hreyfingu sem gefur svo mikið fyrir líkama og sál. 2020 verður gott ár, ef við ákveðum það strax í dag. Þetta snýst allt um hugarfar, maður þarf bara stundum að minna sig á það <3

Sjáið þið ekki hvað ég er jákvæð .. svona líka yfir mig happy miðað við brosið hér að neðan haha.

Hvaðan er jakkinn?  GUDRUN

Ást og friður til ykkar.

xx,-EG-.

@elgunnars

HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?

Skrifa Innlegg