fbpx

GÓÐA HELGI

DRESSLÍFIÐ

Þetta er síðasta helgin áður en við tökum á móti fyrsta í aðventu. Tíminn líður svo hratt og ég skil ekki hvernig það getur passað að það séu komin jól, aftur, finnst svo stutt síðan síðast. Ég elska þennan tíma og hef með árunum lært að njóta hans svo vel með fólkinu sem er mér kærast. Næstu vikur eru líka mjög busy í vinnu þar sem það verður nóg um að vera á Trendnet (!!) sem og mun ég taka út úrval í íslenskum verslunum, jóladress hugmyndir, hvað eigum við að setja í pakkann hennar, hans, barnanna og svo framvegis. Svoleiðis færslur eru alltaf vel liðnar og ég hlakka til að setja mig í gírinn. Trendnet mun gefa og gleðja í desember eins og vaninn er og það er dásamlegur siður að halda í – fylgist með á okkar miðlum og njótið vel <3

Nú þegar eru jólafötin byrjuð að streyma inn í verslanir og ég var svo heppin að fá að taka þátt í smá lúkkbúkk verkefni með Andreu minni.. Þessar myndir eru úr þeim þætti.

Aldís Páls smellti af vélinni af þreyttri konu á Íslandi en náði samt að fanga okkur svona fínar í þessu drauma útsýni. Teknar á fallegasta veitingastað landsins (ég fæ svona “vá!” fíling þegar ég labba þarna inn) Skelfiskmarkaðnum.

Skál í fallegum (jóla)drykk


Þessir kjólar eru komnir í sölu hjá Andreu í Hafnafirði. Takmarkað upplag, ég ætti kannski að hoppa á einn?

Góða helgi kæru lesendur.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: KAFFIKONA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. AndreA

  24. November 2018

  FALLEGUR & GÓÐUR DAGUR OG EKKI SÍST DÝRMÆTAR MINNINGAR FESTAR Á FILMU SEM VIÐ EIGUM ALLTAF…..
  VIÐ VERÐUM KLÁRLEGA MEÐ FLOTTASTA MYNDAVEGGINN Á ELLÓ
  …ALA PALDÍS

  • Elísabet Gunnars

   26. November 2018

   Sammála <3