English Version Below
Gleðilega hátíð kæru lesendur. Ég lokaði tölvunni á Aðfangadag og var að opna hana aftur núna, á öðrum degi jóla bara rétt til að skilja eftir árlegu kveðjuna á bloggið.
Eins og þið vitið þá erum við fjölskyldan búsett í Svíþjóð og er það orðin frábær venja að við höldum þægileg jól saman og leyfum börnunum að njóta sín. Það virðast þó vera einhver álög á aðfangadegi hjá okkur. Eitt árið bilaði bakaraofninn okkar rétt áður en hryggurinn átti að fara inn og Gunni var á leiðinni að banka hjá nágrannanum til að fá leyfi til að hita hjá honum áður en ofninn hrökk í gang aftur. Í ár byrjaði dagurinn á því að gardínustöngin hrundi niður þegar við Gunnar Manuel ætluðum að draga frá og þegar við komum niður komumst við að því að jólaserían á jólatrénu ákvað að gefa sig um nóttina. Gunni þurfti því að skjótast í búð, kaupa nýja seríu og skipta til að bjarga jólunum. Þetta sló okkur þó ekki útaf laginu og við fjölskyldan áttum ljúfar stundir saman í sænska kotinu og aftur kem ég inn á það hvað jólin eru skemmtileg með börn í húsinu – hamingjusprengjur!
Allra uppáhalds dagurinn minn er samt jóladagur. Á þeim degi er notið frá morgni til kvölds og þetta er sá dagur árs þar sem ég leyfi mér að vera löt frá morgni til kvölds. Sem dæmi klæddist ég náttfötum allan daginn og þið voruð mörg áhugasöm að fá að vita hvaðan þessi tiltekna náttskyrta er. Ég fékk hana í skóinn á Aðfangadag og sé að jóli hefur keypt hana í ARKET sem er nýjasta verslun H&M risans – fyrstu verslanir opnðu á árinu og ég er hrifin af conceptinu.
Þið spurðuð líka nokkrar út í kassann sem var óvart í mynd en hann er frá Totéme og var jólagjöf sem ég sýni ykkur við fyrsta tækifæri.
Haldið áfram að njóta með ástvinum ykkar. Handboltalífið er ansi upptekið milli jóla og nýárs og er betri helmingurinn í útileik í dag sem dæmi. Ég og börnin munum því hafa það kósý þrjú saman og hugsa heim til fjölskyldunnar á Íslandi sem fagnar saman í risastóru jólaboði sem er árleg hefð.
//
Merry Christmas dear readers. I hope you are all having a wonderful holidays with the family.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg