fbpx

GETAWAY: HRAUNSNEF

LÍFIÐ

Halló frá Akureyri.
Þið eruð mörg búin að senda mér síðustu daga og forvitnast um áfangastað okkar fjölskyldunnar í Borgarfirði, en við stoppuðum eina nótt á Hraunsnefi á leiðinni norður. Það er því ekki komist hjá því að segja ykkur meira frá þeirri heimsókn sem kom okkur svona skemmtilega á óvart.


Okkur vantaði samastað til að hitta vinnufélaga á fundi utan höfuðborgarsvæðis, en þó ekki of langt frá Reykjavík. Hransnef varð fyrir valinu en við Gunni stoppuðum þar á leiðinni heim frá Akureyri í fyrra í góðum burger sem pabbi minn hafði mælt með, þá fyrst kynntist ég þessum stað og langaði að heimsækja hann aftur. Það gerðum svo í þennan sólahring sem var vel heppnaður með meiru. Fullkominn staður að heimæskja fyrir fjölskyldur sem vilja fá mikið út úr stuttu stoppi. Litlu dýravinirnir mínir elskuðu að leika við hundana, kindurnar og svínin (!) (skítugu svínin, mér var ekki eins skemmt haha) ..

Þetta var myndin sem rak upp spurningarmerki fylgjenda minna hvar við værum á landinu. Mæðgin í faðmlögum eftir tveggja vikna aðskilnað – mjög langþráð knús.

Eins og áður verð ég að taka það fram að við borguðum fyrir gistinguna og mat en fengum þó gott verð (þau eru með Facebook tilboð í júlí). Þessi póstur er þó bara skrifaður vegna þess að við vorum svo ánægð með dvölina, ég var ekki beðin um að blogga um áfangastaðinn ;) Ég mæli allavega með þessum heimsókn – kjörið getaway út fyrir höfuðborgina og maturinn var frábær, bæði kvöld og morguns.

Ég er með tölvuna í fanginu í dag, fyrst í Fnjóskadal þar sem tengdafjölskyldan mín á bústað, og svo inná Akureyri þar sem við Gunni þurfum að vinna aðeins áður en við keyrum til Reykjavíkur á eftir. Vissuð þið að það fæst LOKSINS Sjöstrand kaffi í Hagkaup á Akurureyri? Jess!! Þannig að fyrir ykkur sem eigið Sjöstrand vél eða Nespresso vél hér fyrir norðan þá fæst loksins ljúffengt og umhverfisvænt kaffi í næsta nágrenni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ALLT TEKUR ENDA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    17. July 2018

    Svo fallegar myndir! xxx