fbpx

ALLT TEKUR ENDA

BRÚÐKAUPLÍFIÐ

Ubud – Gili Air – Sanur – Canggu – Bangkok ….

Það var besta ákvörðun í heimi að stinga af beint eftir brúðkaup og eyða fyrstu dögunum sem hjón langt frá öllum, í öðru tímabelti, bara við tvö. Þó við Gunni séum búin að vera par forever, eignast börn, lifa í mörgum löndum, þroskast og upplifa allt milli himins og jarðar, þá er samt öðruvísi tilfinning að vera orðin HJÓN. Við elskum að geta loksins kallað hvort annað eiginmann og eiginkonu og gerðum það stolt hinu megin við hafið síðustu vikur.

Nú líður samt að heimför og ég er meira en spennt að koma í rigninguna á Íslandi þar sem uppáhalds smáfólkið mitt bíður mín með knús sem ég hef saknað svo rosalega uppá síðkastið. Ég verð líka að taka það fram og minna á að þó að draumabrúðkaupsferð sé auðvitað dásamlegt út í gegn þá væri svona líf ekkert skemmtilegt til lengdar. Hversdagsleikinn getur verið svo góður líka og ótrúlegt en satt þá sakna ég hans líka. Þegar þetta er skrifað sit ég í löngu flugi frá Bangkok til Kaupmannahafnar þar sem vaninn væri að fara út og komast heim í sænsku sæluna en ekki í þetta sinn því ég held áfram til Íslands í rúmar 2 vikur.

Ég sendi kveðjur úr háloftunum til ykkar (get að vísu ekki ýtt á publish fyrr en ég lendi) og vonast til að sjá ykkur öll hress og kát á Íslandi á næstu dögum. Ég ætla svo að sjálfsögðu að gera ýtarlegan póst um ferðina okkar þar sem ég fer yfir mína upplifun og segi ykkur frá hverjum áfangastað fyrir sig. Bíðið spennt ;)

//

The honeymoon is over now – two fantastic weeks as husband and wife. I couldn’t be happier about the decision to jump on this trip directly after the wedding. We have been relaxing, enjoying and recharging but now I can’t wait to get back to normal life and meet my two little kids.

I am writing this in a long flight from Bangkok to Copenhagen – I will write more detailed post about the trip later.


xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: OROBLU

Skrifa Innlegg