English Version Below
Þessa dagana spretta upp veitingastaðir í borginni okkar og fólk virðist taka því misvel. Ég kann vel að meta það og er dugleg að heimsækja nýja staði í öllum mínum Íslands stoppum.
Ég er yfir mig hrifin af nýjum veitingastað í Reykjavík – Geira Smart. Ég heimsótti staðinn ásamt nokkrum smekkpíum í síðustu Íslandsferð og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var góður og þjónustan til fyrirmyndar. Það sem setti þó punktinn yfir i-ið er hlýleg hönnun húsnæðisins en þó ekki bara á veitingastaðnum heldur einnig á hótelinu sem hýsir staðinn. Þarna var greinilega hugsað út í hvert smáatriði og það skilar sér fullkomlega.
– Matarklúbburinn GÆS –
Meðfylgjandi eru myndir af félagsskapnum og það er synd að ég hafi ekki tekið fleiri myndir af hönnun og stemningu staðarins sem ég fílaði svo vel. Þið verðið endilega að kíkja þangað við tækifæri þó það sé ekki nema bara í einn kaffibolla ;) Mér leið smá eins og ég væri í útlöndum – er það gott eða slæmt að ykkar mati?
Aldís – AndreA – Álfrún og Elísabet – Hvað eru mörg A í því? –
Staðsetningin er skemmtileg en hefur verið mjög umdeild ásamt uppbyggingu hótelsins sem hýsir staðinn. Mér þykir það þó hafa tekist nokkuð vel til og mun pottþétt gera mér leið þangað aftur. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að taka það fram, en þessi póstur er ekki sponsaður á neinn hátt. Ég bara var að fíla staðinn og ákvað að deila því með ykkur. Vonandi kunnið þið bara vel að meta slíkt :)
Mig langar í þessar flísar hingað heim!! Fallegt –
Ég elska þennan vegg, og þessa konu –
Elísabet
Kápa: Norse Projects
AndreA
Kápa: AndreA Boutiqe
//
I had a great evening with even greater company some weeks ago in Iceland. I went with good friends to the new restaurant, Geiri Smart. I really recommend it for those of you who want to try something new. Good food, good service and nice design.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg