fbpx

GANNI X LEVI’S

FASHION

Ég byrjaði daginn í bolla með glæsilegu Guðný sem vinnur hjá Ganni í Kaupmannahöfn. Takk fyrir að sýna mér allt í gegnum FaceTime en VÁ hvað ég sakna þess að hitta fólk, heimsækja sýningarherbergi, fá að vera saman í raunheimum … staðan er ennþá slæm hérna megin við hafið og ég samgleðst svo öllu fólkinu mínu á Íslandi sem lifir heldur hefðbundnara lífi um þessar mundir. Njótið nú ! <3

GANNI x Levis kynnti samstarfsverkefni sitt á tískuvikunni í ágúst 2020 og í dag, 24.febrúar 2021, sjáum við það loksins í sölu. Ég heillaðist strax af samstarfinu og sagði frá því á mínum miðlum í beinni frá Kaupmannahöfn. Í tilefni þess að línan er komin í sölu ákvað ég að taka saman mínar uppáhalds flíkur til að sýna ykkur á blogginu.  Línuna í heild sinni getið þið skoðað: HÉR

Hugmynd samstarfsins var að hanna tímalausar flíkur úr gæða efnum sem við getum notað aftur og aftur og í mörg ár, mér sýnist það hafa tekist vel ..

HIGH-WAIST WIDE STRAIGHT JEANS
Gallabuxurnar verða án vafa uppáhalds flík margra úr línunni. Love love ..

TAILORED DENIM MIDI KJOLE
Passar vel við sandala og berar tær eins og fyrirsætan sýnir okkur vel ..

HIGH-WAIST CINCH DENIM SHORTS
Berleggja á sumrin og í sokkabuxum á veturnar ..

SNAP DENIM MIDI KJOLE
Ég nota svo reglulega Levis skyrtu af Gunna í sama efni, elska hugmyndina að lengja hana svo úr verður kjóll ..

DENIM MINI KJOLE JAKKE
2 fyrir 1. Myndir þú nota þennan sem mini kjól eða yfirhöfn? Að mínu mati er bæði betra.

“Working with Levi’s has been so much fun. From the moment we met, there was instant chemistry and we really felt aligned on our visions from the very beginning. We’ve learnt so much along the way about new fabrics and the craftsmanship of great denim. I remember stepping into the Levi’s HQ and seeing team members wearing GANNI and Levi’s together and thinking; this collaboration feels so right. The collection is all about timeless pieces that you want to wear over and over again. It’s classic denim with a few playful details that just get even better with time. We hope people will wear them forever.”
– Ditte Reffstrup, Creative Director, GANNI

 

Því miður fæst Ganni ekki á Íslandi eins og staðan er núna eftir að Geysir lokaði verslunum sínum en ég held að aðrar íslenskar  verslanir verði fljótar til og grípi merkið á lofti.  Ég veit að ég er ekki eini Íslendingurinn sem vonar það.

Happy shopping x

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDAYS: MARGIR KAFFIBOLLAR & ÍSLENSKT HÚS Á DANSKRI FORSÍÐU

Skrifa Innlegg