Ég er nýkomin af Ganni sýningunni, en danska tískuhúsið lokaði tískuvikunni í Kaupmannahöfn með sýningu sinni sem bar nafnið “LIFE ON EARTH”. Þau stóðu fyrir sínu eins og vanalega og merkið virðist bara vaxa og vaxa. Eins og áður voru það yfirhafnir og munstur sem heilluðu mig en stærstu gleðifréttirnar voru þó þær að Ganni heldur áfram samstarfi sínu við 66°North.
Síðar, íslenskar dúnúlpur og dúnvesti með Ganni detail-um – fyrstu myndir eru meðfylgjandi!
Dúnvestið yfir kápu er lúkk sem virkar vel á köldum vetrardögum – layers!
Ég byrjaði sýninguna baksviðs og náði því nokkrum skemmtilegum myndum áður en þetta samstarf var frumsýnt á pöllunum.
Ég skrifaði það síðast (HÉR) og skrifað það aftur – þetta er frábært skref hjá 66°Norður. Ganni er orðið eitt virtasta tískumerki Dana en þau ná að vera mjög nálægt hátískunni en samt á mun viðráðanlegra verði.
Mér fannst ég knúin til að henda inn smá færslu í beinni hér á tískuviku þar sem íslenska stoltið peppaði mig aðeins aukalega – nóg í bili.
xx-EG-.
Skrifa Innlegg