fbpx

FYRSTA NÓTTIN Í NÝJA HÚSINU

BETA BYGGIRHOME

… og það sem ég svaf vel!

Samasem merki um að þarna muni mér og okkur líða vel? Eða ætli það hafi alfarið verið nýja rúmið mitt? Sem ég er svo svo ástfangin af (*ekki ad) .. líklega bæði. Okkur hefur lengi dreymt um að eignast Jensen rúm sem ég hef heyrt svo góðar sögur af. Því ákváðum við að eyða brúðkaupspeningnum í þennan draum.

Ég verð að hrósa frábærri þjónustu frá Epal, við vorum alveg undrandi yfir því hversu vel var að þessu staðið. Raunin er sú að sami starfsmaður og hjálpaði okkur í búðinni kom keyrandi upp að dyrum með rúmið og setti það saman fyrir okkur. Ég hélt að ég væri á einhverjum sérsamning, en þetta er víst svona hjá þeim með öllum seldum rúmum.

Þegar ég segi “Fyrsta nóttin í nýja húsinu” þá á ég aðeins við brot af heimilinu, nú eigum við tvö nánast kláruð herbergi og smá sjónvarpshol með engu sjónvarpi. Restin er ókláruð og við berjumst við að losna við framkvæmdarykið. EN, góðir hlutir gerast hægt, er það ekki?

Við heyrðum fyrst af Jensen rúmunum frá eigendum Hótel Geysis, en við byggingu hótelsins þá eyddu þau miklum tíma í að prufa mismunandi rúm og fengu Jensen rúmin lang bestu einkunn þegar gæði og verð voru borin saman. Jensen rúmin eru þar að auki með Svansvottun.

Það hafa þónokkrir spurt mig um rúmið, en við völdum rafmagnsrúm. Munurinn á verðinu er ekki svakalegur og þeir vildu meina að það væri nauðsynlegt fyrir atvinnumanninn að geta sett fæturnar uppí loft. Við völdum svona ljóst áklæði á rúmið og viðarfætur, síðan er minn helmingur með medium stífleika og Gunna helmingur með firm stífleika.

BETA BYGGIR þarf svo að fara að setja inn stöðuuppfærslu sem allra fyrst :) Ég þarf m.a. að sýna ykkur spennandi hugmyndir og teikningar sem við fengum frá snillingunum í M Studio. Eftir fundinn með þeim varð allt miklu alvarlegra og nú erum við loksins komin með skýrara plan á aðalhæðinni.

Takk fyrir að fylgjast með!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MITT MAR

Skrifa Innlegg