Ég tók saman frá toppi til táar af því sem finna má í verslunum þessa dagana. Flest að ofan hef ég mátað sjálf en á þó ekki enn í mínum fataskáp.
Margar fagna líklega sailor hattinum sem nú má finna á súper prís í Lindex og aðrir lesendur eru nú þegar búnar að falla fyrir fullkomnu gallabuxunum frá Won Hundred. Kápan er frá Topshop en úr fatalínu Jenner systra. Þríhyrndu eyrnalokkarnir eru fylgihlutur sem ég kann að meta – less is more. Stan Smith skórnir slóu rækilega í gegn í fyrrasumar og ég tók þátt í trendinu – nú getum við keypt dömustærðir í herraverslun Húrra Reykjavik við Hverfisgötu. Kenzo toppurinn gengi einn og sér þennan daginn – hitinn fór í alvöru upp í 20 gráður (!!) á elsku klakanum okkar í dag. Njótið blíðunnar.
Hattur: Lindex
Kápa: Topshop
Eyrnalokkar: Vila
Bolur: Kenzo / Gotta Laugavegi
Buxur: Won Hundred / GK Skólavörðustíg Skór: Stan Smith / Húrra Reykjavik & Kaupfélagið
Það er sá tími ársins þegar styttist í útsölur. Samt sem áður virðist alltaf eitthvað nýtt láta sjá sig á slánum og við (allavega ég) fögnum því.
Happy shopping!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg