… eða jólafötin réttara sagt. Það er auðvitað engin skylda að maður eigi að klæðast kjól á jólunum en úrvalið hefur þó sjaldan verið meira af fallegum síðkjólum og nú. Það lítur einnig út fyrir að við munum nota þá áfram í janúar en þá munum við dressa þá niður með strigaskóm eða jafnvel hettupeysu. Pössum okkur þegar við kaupum okkur jólaföt að horfa á notagildið. Ekki kaupa jólaföt sem þú sérð fyrir þér að nota þetta eina aðfangadagskvöld, það er svo mikil synd.
Ég fletti vel og vandlega í gegnum úrvalið hjá íslenskum verslunum (sem eru aðgengilegar á netinu) og setti saman lista með mínum uppáhalds jóladressum. Hér fáið þið því kauphugmyndir sem vonandi auðvelda einhverjum valið – notagildið var einnig í hávegum haft í þessu vali mínu.
Alveg óvart varð litavalið rautt – grænt – gult & svart … en það eru svo sannarlega litir jólanna, ekki satt?
Ó þetta íslenska draumasett.
MAGNEA – fæst: HÉR
Ullarkjóll
MAGNEA – fæst: HÉR
Ég er búin að vera með augastað á þessum í nokkrar vikur.
LINDEX – fæst: HÉR
Svipaður í gulu.
ZARA – fæst: HÉR
Geislandi AndreA í Habanera wrap dress.
AndreA Hafnafirði – Fæst: HÉR
Þær flíkur sem ég á frá Malene Birger eru þær sem ég nota lang mest og lengst.
EVA verslun – Fæst: HÉR
Allt sem er rautt rautt …
H&M – Fæst: HÉR
Ég er með þennan á heilanum eftir samstarf mitt með Baum und Pferdgarden (færsla: HÉR)
Fæst: HÉR
Grænn með doppum frá Mads Nørgaard
Húrra Reykjavík – Fæst: HÉR
Ég fékk þann heiður að gleðja fylgjanda á Instagram með þessum í gærkvöldi. Aðventugjöf númer 3 var vegleg.
Hildur Yeoman – Fæst: HÉR
.. þessi er á mínum óskalista en hann er nýr í smiðju Hildar. Hannaður sem undirkjóll en það má klárlega nota hann sem spari einan og sér.
Fæst: HÉR
Basic er oft best … en með smá twisti.
H&M – Fæst: HÉR
Hér er lögð áhersla á smáatriðin. Áfram Ísland!
Aníta Hirlekar – Fæst: HÉR
Þið eruð nokkuð safe með þetta dress frá toppi til táar.
Vero Moda – Fæst: HÉR
Tailor lúkk í boði Mads Nørgaard með Satin rönd á hliðinni.
Húrra Reykjavík – Fæst: HÉR
Velour er svo hátíðlegt. Þessi er æði!
Selected Femme – Fæst: HÉR
Blómamunstur getur líka átt við á jólunum. Þessi er frá Envii sem er undirmerki Samsoe Samsoe.
Gallerí 17 – Fæst: HÉR
Elska þetta lúkk.
Lindex – Fæst: HÉR
Þið vitið hvernig ég virka … náttföt (sloppur) við hæla og rauðar varir er mitt thing.
Lindex – Fæst: HÉR
Æ svo verður þessi að vera með. Þetta snið fer öllum.
AndreA – Fæst: HÉR
Vonandi finnið þið eitthvað við ykkar hæfi í úrvalinu hér að ofan. Ég hefði getað sett svo miklu miklu meira en læt þetta duga að sinni. Lesendur mínir ættu ekki að fara í jólaköttinn í ár ;)
Engin af verslununum veit af því að ég sé að taka þessar vörur saman og því er þetta einungis goodwill frá mér til ykkar – ekkert fyrirfram ákveðið samstarf hér á ferð <3
Njótið síðustu daganna í jólaundirbúningnum. Happy shopping!
xx-EG-.
Skrifa Innlegg