Margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir að fá fatalínu Hildar Yeoman, Flóru, til landsins. Lítill hluti línunnar kom fyrr í haust en það var aðeins brotabrot af því sem við sáum á tískusýningu hennar í Vörðuskóla í mars síðastliðinn. Eftir þá sýningu var ég svo heppin að fá að máta nokkrar útvaldar flíkur til að sýna ykkur, en þann póst birti ég hér í kjölfarið. Nú er loksins komið að því að fatalínan er lent á klakanum – á hárréttum tíma, rétt fyrir hátíðirnar.
Myndir: Eygló Gísladóttir, Stílisering: Eva Katrín, Förðun: Flóra Karítas, Módel: Sunna Margrét
Ég heillast af skartinu sem er gert úr íslenskum bergkristöllum eða ferskvatnsperlum og silfri.
Á ég að vera með credit lista hér líka? ;)
Myndir: Hildur Yeoman, Módel: Elísabet Gunnars
Flíkurnar að ofan voru mínar uppáhalds þegar ég heimsótti vinnustofuna. Þessir kjólar hefðu þó eflaust verið mátaðir líka en voru því miður ekki sýnilegir á sínum tíma. Fallegir – kaldir og kalla eitthvað á mig. Langar ..
Það finna örugglega einhverjir fínu klæðin sín úr Flóru þessi jólin. Fatalína Hildar fæst í Kiosk á Laugavegi. Úrvalið er gott og manni líður alltaf aðeins betur í innlendri hönnun.
Áfram Ísland!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg