Fiðrildabolur UN WOMEN er samstarfsverkefni fatahönnuðarins ELLU, ljósmyndarans Sögu Sig, UN Women og Landsbankans.
Bolurinn fer í sölu næstkomandi föstudag í verslun Ellu í Ingólfsstræti og fer allur ágóði af sölunni óskertur í styrktarsjóð UN WOMEN til afnáms ofbeldis gegn konum.
– Margt smátt gefur eitt stórt.
Saga Sig á heiðurinn af þessari fallegu mynd sem síðan var notuð sem print á Fiðrildabolinn sem gerður er úr lífrænni bómull.
Hún segir um myndina:
,,Á myndinni er melgresi sem er uppáhaldsjurtin mín en í fyrstu vinnunni minni þegar ég var 11 ára gömul skar ég melgresisfræ til að nota í landígræðslu í Vestur Skaftafellsýslu. Grasið er harðgert og vex hvar sem er, líka við strendur Íslands, þrátt fyrir sandfok, öldugang og aftakaveður. Mér finnst það táknrænt og fallegt. Rætur jurtarinnar sjá til þess að sandurinn fjúki ekki og rof myndist. Þetta náttúrulega tengslanet er hægt að líkja við það net sem UN Women hefur myndað milli Íslands og kvenna annarsstaðar í heiminum. Það er ótrúlega mikilvægt að við stöndum saman því hver einasta rót fléttast saman og myndar stærra net hjálpar, allt þótt smátt sé.”
Ótrúlega fallega og rétt orðað hjá Sögu. Fiðrildaáhrif eru svo falleg áhrif. Ég hlakka til að styrkja þetta frábæra verkefni.
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg