fbpx

NƎK BY NƎK

FÓLKSHOP

NƎK BY NƎK er lítið íslenskt slaufufyrirtæki sem að ég rakst á á Facebook.
Starfsemin heillaði mig en sérstaklega það að núna fyrir jólin ætla þeir að selja þverslaufur í stíl fyrir feðga landsins – ofurkrúttlegt.
Allar slaufurnar koma í snyrtilegum umbúðum sem mér finnst gera mikið fyrir kaupin. Það eru oft þessir litlu hlutir sem ég verð hrifin af og eiga umbúðirnar vel við á þessum tíma árs.

1483022_447749791991706_1142129216_n 1456535_447410002025685_447935507_n

Gæti orðið skemmtileg gjöf . .

xx,-EG-.

Laugardagslögin: Stromae

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Álfhildur

    9. December 2013

    Og ofan á þetta allt saman verður fallegur jólaborði bundinn utan um kassana – tilbúið í jólapakkann =)

    Nei þeir eru rosa duglegir og búnir að sauma og sauma alveg stanslaust!

    Ánægð með bloggið!

  2. Unnur

    9. December 2013

    kaldhæðnislegt að það var umræða á þessari síðu um ugluæðið og copy-eringu á hönnun og hugmyndum almennt og svo um leið eruð þið að auglýsa copy-eringar einsog núna með feðgaslaufurnar.
    Ekki furða að verslanir á laugavegi eru að loka hægri vinstri þegar hver sem er getur bara byrjað að föndra og búið til “búð á facebook”.

    • Elísabet Gunnars

      9. December 2013

      Sæl Unnur, ég bara rakst á þessa sniðugu hugmynd á Facebook. Ég þekki ekkert til stofnenda hennar og er ekki að auglýsa, heldur miðla því sem mér finnst sniðugt undir mínu persónulega bloggi ElísabetGunnars á Trendnet. Það endurspeglar því ekki skoðanir annarra bloggara undir sama hatti. :)

      Getur þú sent mér “upprunalegu” hugmyndina hér undir? Ég myndi þyggja það gjarnan því að sú sala hefur farið framhjá mér. :) Feðgaslaufur er skemmtilegt. En coperingar eru víða og erfitt fyrir mig að vera alltaf með vitið fyrir slíku.

      Auðvitað hafa ekki allir efni á að opna verslun en einhverstaðar þarf maður að byrja.

      Hugmyndin af feðgaslaufunum heillaði mig og var ástæðan fyrir bloggpóstinum til að byrja með. Hvort sem að hún komi frá þeim eða öðrum sem að ég þarf greinilega að heyra af :)

    • Áslaug

      12. December 2013

      Kópering á feðgaslaufum?

      Ertu að grínast með að líkja slaufum saman við teikningar? Það geta allir og mega allir búa til slaufur..Það er engin að stela neinni hönnun þó svo þeir bjóði uppá 2 slaufur í stíl.

      Þú veist að slaufur hafa verið til í þónokkurn tíma, haha..Nokkuð viss um að enginn hafi fattað uppá þeirri snilld nýlega :)

      Það væri örlítið annað mál ef einhver hefði hannað sjálft efnið í slaufurnar og einhver hafi farið og kóperað það. Þetta er alveg langt langt langt frá því að kallast kópering í einhverjum “hönnunarheimi”..

    • Svart á Hvítu

      12. December 2013

      Þetta er alls ekki sambærilegt! Það getur hver sem er gert slaufu, bindi, kjól, skyrtu o.s.f.v. Þetta er bara vara sem hver setur síðan sitt einkenni á, það á enginn einkarétt á slaufu nema e-ð alveg nýtt komi fram t.d. varðandi festingar eða mynstur í efni.
      Það er ekkert nýtt við herraslaufu, þannig er það bara.

      Ef þetta væri þó t.d. herraflétta eða herrahnútur? og einhver kæmi og byrjaði líka að sauma til að græða á þá værum við að tala saman.
      -Svana

  3. Unnur

    9. December 2013

    eg fjárfesti í sona feðgaslaufum í fyrra um jólin handa frænda mínum í leynibúðinni;)

    • Elísabet Gunnars

      10. December 2013

      Æði! Ég þarf að skoða það.

  4. Áslaug

    12. December 2013

    Ég keypti NEK by NEK fyrir nokkrum mánuðum og alveg hæst ánægð með þá..Sem og flestar slaufur sem ég hef keypt frá öðrum.. :þ