Elísabet Gunnars

FATASÖLUR HELGARINNAR

FATASALAFÓLK

Góðan daginn Ísland. Þetta verður aldeilis flott helgi fyrir ykkur á klakanum. Nóg um að vera.
Ég á til með að deila með ykkur fatasölum helgarinnar enda örugglega margir á rölti um miðbæinn í dag.

10617558_10152355891362568_1837928190_n

Verslunin SuzieQ lokaði á dögunum en næstu helgar mun húsið iða af lífi þar sem eigendur verslunarinnar bjóða uppá nokkur pláss til útleigu fyrir fatasölur.
Fyrsti slíki dagurinn fer fram í dag en skvísurnar Gulla, Sylvía, Anna Birna, Anný, Lína og Eyrún verða með troðfulla “búð” af fatnaði á góðu verði – gamalt og nýtt.

1928394_562198290552209_2936363080299099707_n

Hvar? Ingólfsstræti 8
Hvenær? Laugardaginn 23.ágúst
Húsið opnar: 13.00
Meira: HÉR

Einnig rak ég augun í spennandi fatasölu sem fram fer í Kolaportinu. Það er glamúrgellan Sonja Sól sem selur úr fataskápnum en hann var áður stútfullur af galakjólum og pallíettum sem vilja nú eignast nýtt líf. Ég get ekki annað en mælt með að áhugasamir kíki við og skoði úrvalið og geri góð kaup.
Sonja er mikill töffari og vann í  mörg ár í secondhand verslunum landsins þar sem hún gróf upp fallegustu flíkurnar sem núna geta orðið ykkar.

10530948_10152174544175047_9041163527221572464_n10590553_10152221033900047_2270975995911473314_n
Hvar? Kolaportið
Hvenær? 23 & 24 ágúst.
Húsið opnar? 11:00

_

Happy shopping!
Notað og nýtt.

xx,-EG-.

VOGUE COVER: SEPTEMBER ISSUE

Skrifa Innlegg