FATASALA DAGSINS

FATASALA

Fatasala dagsins er í Kolaportinu, Bás B16 samkvæmt Instagram story. Ingibjörg, ofurskvísa og litla systir mín selur af sér spjarirnar ásamt kærasta sínum, Tómasi Atla. Parið er þekkt fyrir afskaplega flottan fatastíl og því gætuð þið gert hjá þeim kjarakaup fyrir kvöldið.
Skilið á þau kveðju frá undiritaðri.

@ingibjorgsigfus @tomasatlason

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

JAKKI

NÝTT

10699213_10152759538321204_1697658861_n (1)

10699087_10152759538311204_2141498161_n

10699213_10152759538321204_1697658861_nJakki: Kolaportið // Buxur: Monki // Skór: Kolaportið

Nýr (gamall) jakki sem ég fékk í Kolaportinu á Menningarnótt. Kostaði 3000kr – góð kaup!

Elska Versace fýlinginn en Karin var spurð örugglega svona 5 sinnum að því hvort þetta væri ekta þegar hún klæddist honum á Bumbershoot festival í Seattle.

Það er svo gaman að finna einstakar vintage flíkur – miklu skemmtilegra en að eiga eitthvað sem margir eiga.

//Irena

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Það verða nokkrar fatasölur í dag sem vert er að kíkja á.

Smekklegu kórstúlkurnar í Nobili endurtaka leikinn með sínum árlega markaði. En ég skrifaði einmitt um markað þeirra fyrir ári síðan, hér.

10552553_10153114828134392_8425315446404265139_n

“Fatamarkaðurinn hefur slegið í gegn síðustu ár og nú ætlum við að gera betur og gera hann enn glæsilegri en áður!
Við munum selja allskonar föt, skó og fylgihluti á hlægilegu verði, með sama fyrirkomulagi og áður. Það verður tónlist og fjör og vonandi frábært veður svo að við vonumst til að sjá sem flesta.

Hvar: Hressingarskálinn, Austurstræti 20.
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 16
Meira: HÉR

___

Önnur falleg fatasala verður hinu megin við götuna en systurnar Helga og Hófý munu selja af sér og mönnum sínum spjarirnar og með sölunni styrkja fallegt málefni, Ljósið, sem hjálpaði þeim á erfiðum tímum.

“Þann 6. september 2011 tók líf okkar systra nokkuð óvænta stefnu þegar mamma okkar greindist með brjóstakrabbamein. Í veikindum sínum leitaði mamma mikið til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra, og veitti Ljósið henni ómetanlegan stuðning.
Við systur höfum ákveðið að sýna þakklæti okkar og verðum í Kolaportinu á morgun þann 6. september frá kl. 11-17, BÁS nr 6C, að selja af okkur og mönnum okkar þeim, Kjartani Henry og Jóhanni Berg og mun allur ágóði sölunnar renna til Ljóssins.”

1782114_10202957531761796_389824088537103540_n
Hvar: Kolaportið
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 17
Meira: HÉR
_

Einnig minni ég á fatasölu Suzie Q í Ingólfsstræti en næstu laugardaga er húsið notað í fatasölur fyrir nýtt fólk hverju sinni. Meira: HÉR

Rölt um 101 er greinilega mál málanna þennan daginn.
Happy shopping!

xx,-EG-.

FATASÖLUR HELGARINNAR

FATASALAFÓLK

Góðan daginn Ísland. Þetta verður aldeilis flott helgi fyrir ykkur á klakanum. Nóg um að vera.
Ég á til með að deila með ykkur fatasölum helgarinnar enda örugglega margir á rölti um miðbæinn í dag.

10617558_10152355891362568_1837928190_n

Verslunin SuzieQ lokaði á dögunum en næstu helgar mun húsið iða af lífi þar sem eigendur verslunarinnar bjóða uppá nokkur pláss til útleigu fyrir fatasölur.
Fyrsti slíki dagurinn fer fram í dag en skvísurnar Gulla, Sylvía, Anna Birna, Anný, Lína og Eyrún verða með troðfulla “búð” af fatnaði á góðu verði – gamalt og nýtt.

1928394_562198290552209_2936363080299099707_n

Hvar? Ingólfsstræti 8
Hvenær? Laugardaginn 23.ágúst
Húsið opnar: 13.00
Meira: HÉR

Einnig rak ég augun í spennandi fatasölu sem fram fer í Kolaportinu. Það er glamúrgellan Sonja Sól sem selur úr fataskápnum en hann var áður stútfullur af galakjólum og pallíettum sem vilja nú eignast nýtt líf. Ég get ekki annað en mælt með að áhugasamir kíki við og skoði úrvalið og geri góð kaup.
Sonja er mikill töffari og vann í  mörg ár í secondhand verslunum landsins þar sem hún gróf upp fallegustu flíkurnar sem núna geta orðið ykkar.

10530948_10152174544175047_9041163527221572464_n10590553_10152221033900047_2270975995911473314_n
Hvar? Kolaportið
Hvenær? 23 & 24 ágúst.
Húsið opnar? 11:00

_

Happy shopping!
Notað og nýtt.

xx,-EG-.

Föt og snyrtivörur í Kolaportinu á sunnudag!

Lífið Mitt

Mig langar endilega að hvetja sem flestar til að kíkja á mig í Kolaportinu um helgina þar sem ég verð með bás nr. 8E. Ég hef losað ansi vel úr fataskápnum, bæði fatnaður og skór og einnig verð ég með nokkra húsmuni og snyrtivörur. Allt verður til sölu á góðu og sanngjörnu verði nema snyrtivörurnar sem mig langar að gera aðeins annað með…

Ég hef verið að velta því mikið fyrir mér hvernig ég get látið gott af mér leiða undanfarna daga. Nú eins og þið vitið margar fæ ég mikið af snyrtivörusýnishornum til að prófa og ef mér líst á þær segi ég ykkur frá þeim. Hjá mér safnast snyrtivörurnar upp og mér finnst svo leiðinlegt ef það nær enginn að nýta þær. Ég hef gefið mikið af vörum í Konukot sem hafa vonandi nýst konunum sem sækja aðstoð þangað. Nú langar mig að styrkja málefni sem stendur mér nærri. Því hef ég ákveðið að safna fyrir styrktarfélagið Líf.

„Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.“

Ég valdi Líf vegna þess að ég hef notið góðs af þjónustu yndislegs starfsfólk sem vinnur á kvennadeild Landspítalans. Bæði lá ég í 3 daga á sængurkvennagangi með nýrnasteina á meðgöngunni og fæðingin hans Tinna var 30 tímar og ég eyddi þeim tíma með þremur yndislegum ljósmæðrum sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Skemmtilegast við þetta allt var að ljósmóðirin sem tók á móti mér uppá deild tók á móti Tinna Snæ á næstu vaktinni sinni :) Þær veittu mér ómetanlegan stuðning og ég hefði aldrei getað þetta án þeirra hjálpar. Ég fékk líka að upplifa bágar vinnuastæður starfsfólksins á deildinni. Á fæðingargangi eru stofurnar ekki stórar á hverju herbergi er fæðingarrúm, lazy boy stóll, hornbaðkar, tölva og lítið skrifborð, svæði fyrir barnið og stór skápur þar sem ýmislegt er geymt. Tvær stofur deila svo baðherbergi sem tekur líka pláss frá stofunni. Eftir fæðinguna mína fæ ég sprautu sem gerir það að verkum að legið dregst saman og minnkar aftur. Í mínu tilfelli gerðist það ekki og í legið safnaðist mikið blóð og mikið slím. Þegar ég missi mikið blóð þá verða æðarnar mínar mjög viðkvæmar og springa við minnstu snertingu. Á tímabili voru inní stofunni minni tvær ljósmæður við hægri hendina mína, tvær ljósmæður við vinstri hendina, svæfingalæknir sem var til staða ef það þurfti að bruna með mig inní aðgerð, deildarlæknirinn og læknaneminn sem tók á móti Tinna, Aðalsteinn, Tinni Snær og ljósmóðirin mín sem stjórnaði aðgerðum. Ég skil ekki enn hvernig allt þetta fólk komst fyrir inná stofunni og ég er þeim ævinlega þakklát þar sem ég veit að það munaði nokkrum sekúndum á því að ég hefði fjarað út og misst meðvitund. Á meðan þessu stóð man ég hvað ég var pirruð, ég var svo þreytt eftir 30 tíma og ég öskraði á fólkið að láta mig vera. Á endanum tókst loks að koma vökva í mig og þá kom í ljós að þvagblaðran mín var svo full að hún kom í veg fyrir að legið drægist saman. Ég missti marga lítra af blóði og þurfti að liggja á sængurkvennagangi og þyggja blóðgjöf í þrjá daga. Eftir að allt þetta var búið og ég hafði fengið að hvíla mig kom ljósmóðirin mín til mín og útskýrði fyrir mér hvað hefði gerst og afhverju ástandið hefði verið svona alvarlegt. Hún var bara að reyna að bjarga mér það var hennar markmið og hún bað mig afsökunar á því hvernig ég hefði upplifað þetta Aðstæðurnar sem þetta yndislega fólk vinnur við er ekki ásættanlegt og mig hefur lengi langað að þakka þeim fyrir það sem þær gerðu fyrir okkur og sérstaklega fyrir mig. Nú get ég vonandi með ykkar hjálp gert það. Á meðan ég sit hér og skrifa þessi orð renna tárin niður kinnarnar því ég get í alvörunni ekki líst því hvað ég er þakklát því sem allt þetta fólk gerði fyrir mig og mig langar loksins að hjálpa þeim og gefa þeim eitthvað tilbaka.

Í staðin fyrir framlög að andvirði 500, 1000, eða 1500kr fáið þið að velja ykkur eitthvað af snyrtivörum frá mér. Ýmist eru þetta sýnishorn sem ég hef fengið sent en þó mest snyrtivörur sem ég hef sjálf keypt og ekki náð að nota. Einnig mun ég láta hluta af því sem ég safna með fatasölunni renna í sjóðinn. Snyrtivörurnar eru allar lítið notaðar eða ónotaðar. Ég passa uppá að vera bara með hreinlegar snyrtivörur þar sem ég hef búið um þannig að það er engin hætta á að neinar sýkingar berist með.

Ég vona að þessi söfnun mín leggist vel í ykkur. Ég er því miður með lítið þol svo ég get ekki tekið þátt í styrktarhlaupum en þetta get ég gert í staðin með ykkar hjálp.

Ég hlakka til að sjá sem flestar en Kolaportið er opið frá 11-17 á sunnudaginn og ég tek fagnandi á móti ykkur. Tek aftur fram að ég verð í bási 8E. Ef þið viljið skoða eitthvað af flíkunum sem ég verð með þá sjáið þið mikið af þeim í albúminu hér fyrir neðan.

Fleiri flíkur getið þið séð HÉR.

Öll hjálp er vel þegin og ég verð öllum sem leggja sitt fram til að hjálpa mér að safna fyrir Líf óendanlega þakklát fyrir sitt framlag.

EH

Ofurskvísur í Kolaportinu

Ég Mæli MeðFashionShop

Á morgun verða tvær af mestu ofurskvísum landsins með bás í Kolaportinu. Ég veit ekki með ykkur en þangað verð ég bara að mæta. Þetta eru þær Hugrún Harðardóttir og Þóra Hlíf Jónsdóttir.

Þóru þekki ég nú nokkuð vel en ég var fastakúnni hjá henni þegar hún var verslunarstjóri í uppáhalds vintage verslun minni Rokk og Rósum. Ég tók strax eftir flotta stílnum hennar þegar hún byrjaði að vinna í búðinni og svo er hún bara svo yndisleg. Eitt af því sem ég sakna svo mikið við verslunina er spjallsins sem við Þóra áttum stundum á morgnanna yfir kaffibolla þegar fáir voru á ferli í búðinni. Svo fengum við nú að vera óléttar saman í smá tíma og gátum spjallað um það.

Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan þá eru þetta einstaklega smekklegar konur og það er um að gera að mæta snemma til að missa ekki af helstu gersemunum!1891270_10201777961670250_1671690494_n 1506394_1471473036400249_803439766_nÉg varð nú að fá að nappa mynd sem Þóra póstaði inná Facebook hjá sér þar sem hún var að týna til gersemarnar fyrir Koló til að gefa ykkur smá sýn á það hvað verður í boði – blúndur, loð, leður og kögur!

Sjálf hef ég augastað á þessu flotta kögur kúrekavesti hægra megin í myndinni, svo væri ekki amalegt að finna fallegt loð fyrir kuldann – er það ekki eitthvað ;)

EH

FATASALA

FATASALAFÓLK

Tvær af mínum bestu verða með sölubás í Kolaportinu í dag. Þær eru miklar smekksdömur og því lofa ég úrvali af laugardagsdressum, vantar ykkur svoleiðis?

998132_10201367110722816_1925243991_n

Pallíettur, samfestingar, yfirhafnir, skart og kjólar er dæmi um það sem verður í boði. Ef þið eigið leið um miðbæinn getið þið endilega kíkt við.

Skilið kveðju frá mér!

xx,-EG-.

Nýr hattur

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég fann fullkominn vetrarhatt í Kolaportinu um helgina!

Ég er búin að vera með augun opin fyrir nýjum hatti í langan tíma. Síðan mín uppáhalds Rokk & Rósir hætti hef ég þurft að leita að nýjum stað til að fá flottan hatt á sanngjörnu verði – það hefur vægast sagt verið erfitt. Þessi er fullkominn, dökkblár og gerður á Ítalíu. Hattinn fékk ég – eða Aðalsteinn sem gaf mér hann – á litlar 5500 kr.

hatturcollage

Eins og þið sjáið þá er hann fáanlegur í nokkrum mismunandi litum og stærðum ásamt fleiri gerðum af höttum. Ef ykkur vantar einn fyrir veturinn þá mæli ég með þessum.

photo copy photo

Stuttu eftir að ég keypti hattinn rakst ég á eina voðalega smekklega klædda og fallega dömu – þá var það bara Írisin mín – mjög skemmtilegt að rekast á hana báðar í fínu kápunum okkar. En við eigum afmæli með mjög stuttu millibili og mennirnir okkar gáfu okkur kápurnar í afmælisgjöf fyrir tveimur árum. Það mætti halda að þeir hafi farið saman að versla fyrir okkur!

EH