fbpx

FATASÖLUR DAGSINS

FATASALAFÓLK

Það verða nokkrar fatasölur í dag sem vert er að kíkja á.

Smekklegu kórstúlkurnar í Nobili endurtaka leikinn með sínum árlega markaði. En ég skrifaði einmitt um markað þeirra fyrir ári síðan, hér.

10552553_10153114828134392_8425315446404265139_n

“Fatamarkaðurinn hefur slegið í gegn síðustu ár og nú ætlum við að gera betur og gera hann enn glæsilegri en áður!
Við munum selja allskonar föt, skó og fylgihluti á hlægilegu verði, með sama fyrirkomulagi og áður. Það verður tónlist og fjör og vonandi frábært veður svo að við vonumst til að sjá sem flesta.

Hvar: Hressingarskálinn, Austurstræti 20.
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 16
Meira: HÉR

___

Önnur falleg fatasala verður hinu megin við götuna en systurnar Helga og Hófý munu selja af sér og mönnum sínum spjarirnar og með sölunni styrkja fallegt málefni, Ljósið, sem hjálpaði þeim á erfiðum tímum.

“Þann 6. september 2011 tók líf okkar systra nokkuð óvænta stefnu þegar mamma okkar greindist með brjóstakrabbamein. Í veikindum sínum leitaði mamma mikið til Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra, og veitti Ljósið henni ómetanlegan stuðning.
Við systur höfum ákveðið að sýna þakklæti okkar og verðum í Kolaportinu á morgun þann 6. september frá kl. 11-17, BÁS nr 6C, að selja af okkur og mönnum okkar þeim, Kjartani Henry og Jóhanni Berg og mun allur ágóði sölunnar renna til Ljóssins.”

1782114_10202957531761796_389824088537103540_n
Hvar: Kolaportið
Hvenær: Í dag
Tími: 11 – 17
Meira: HÉR
_

Einnig minni ég á fatasölu Suzie Q í Ingólfsstræti en næstu laugardaga er húsið notað í fatasölur fyrir nýtt fólk hverju sinni. Meira: HÉR

Rölt um 101 er greinilega mál málanna þennan daginn.
Happy shopping!

xx,-EG-.

SMÁFÓLKIÐ: MÍNÍMÍ

Skrifa Innlegg