fbpx

Ofurskvísur í Kolaportinu

Ég Mæli MeðFashionShop

Á morgun verða tvær af mestu ofurskvísum landsins með bás í Kolaportinu. Ég veit ekki með ykkur en þangað verð ég bara að mæta. Þetta eru þær Hugrún Harðardóttir og Þóra Hlíf Jónsdóttir.

Þóru þekki ég nú nokkuð vel en ég var fastakúnni hjá henni þegar hún var verslunarstjóri í uppáhalds vintage verslun minni Rokk og Rósum. Ég tók strax eftir flotta stílnum hennar þegar hún byrjaði að vinna í búðinni og svo er hún bara svo yndisleg. Eitt af því sem ég sakna svo mikið við verslunina er spjallsins sem við Þóra áttum stundum á morgnanna yfir kaffibolla þegar fáir voru á ferli í búðinni. Svo fengum við nú að vera óléttar saman í smá tíma og gátum spjallað um það.

Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan þá eru þetta einstaklega smekklegar konur og það er um að gera að mæta snemma til að missa ekki af helstu gersemunum!1891270_10201777961670250_1671690494_n 1506394_1471473036400249_803439766_nÉg varð nú að fá að nappa mynd sem Þóra póstaði inná Facebook hjá sér þar sem hún var að týna til gersemarnar fyrir Koló til að gefa ykkur smá sýn á það hvað verður í boði – blúndur, loð, leður og kögur!

Sjálf hef ég augastað á þessu flotta kögur kúrekavesti hægra megin í myndinni, svo væri ekki amalegt að finna fallegt loð fyrir kuldann – er það ekki eitthvað ;)

EH

20% af YSL í Lyf og Heilsu Kringlunni!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Margrét

    7. March 2014

    Viltu skila til hennar að opna Rokk og Rósir aftur. Ég sakna hennar svo mikið …allra fallegasta búð sem Reykjavík hefur átt og svo sniðug að kaupa inn……