fbpx

FATASÖLUR DAGSINS

FÓLKSHOP

Það virðist vera mikið um fatasölur á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við fögnum því enda ekkert skemmtilegra en að flakka á milli og grafa upp gersemar hjá smekklegu fólki. Hér eru þær sem ég veit af og mæli með.

___

Risa fatamarkaður í Álfabakka hefur staðið yfir frá því á fimmtudag og er opinn í dag og á morgun. Þar koma saman nokkrar smekklegar (mjög smekklegar) konur með allskyns fatnað bæði á herra og dömur. Á boðstólnum verður PRADA, BURBERRY, CALVIN KLEIN, GUCCI, DKNY, ARMANI og fleira. Ekki láta þennan fram hjá ykkur fara!

Meira: HÉR

12003427_1491595791139467_1418967250590307264_n

Vinkonurnar Brynja Dan og Manuela Ósk munu standa vaktina í Kolaportinu í dag. Þær lýsa sér sem skósjúkum og að þarna gætu stúlkur því gert ódýr skókaup á lítið notuðum nýjum pörum. Einnig má búast við flíkum með miðanum hangandi á og því ekki aðeins um notaðar vörur að ræða. Eitthvað sem við megum ekki missa af … Kolaportið er opið frá 11-17.

11889639_893717460705604_5605278073899795299_n
Þriðja fatasalan sem ég heyrði af verður á Loft Hostel frá kl.13-18 í dag. Þar verða þrjár smekklegar að selja af sér gersemar eins og þær orða það sjálfar. Steinunn, Rakel Sif og Gyða Lóa taka vel á móti ykkur!

Meira: HÉR

Fatasölur dagsins eru ólíkar en ánægjulegar. Vonandi gerið þið afbragðs kaup í dag.

Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Á ALLRA VÖRUM

Skrifa Innlegg