fbpx

E&G – BOÐSKORTIN

BRÚÐKAUPLÍFIÐ

English Version Below

Ég átti dásamlegt stefnumót við minn mann í gærkvöldi þegar við fengum loksins brúðkaups boðskortin í hendurnar. Mig kitlar í magann við að skrifa þessar línur og miðað við tilfinningarnar yfir einu korti er kannski ágæt hugmynd að vera með vatnsheldan maskara í brúðkaupinu. Elísabet Gunnars, tilfinningavera, mun örugglega grenja yfir öllu næstu vikurnar og fram yfir stóra daginn.

Að skrifa niður gestalista er ekkert grín og mikið sem ég vildi að ég gæti boðið miklu miklu fleirum – það sem maður á marga góða í kringum sig – alltof marga <3 Það er vandaverk að bjóða í brúðkaup og það vita þeir sem hafa nú þegar gift sig að þetta er mesti höfuðverkurinn. Við Gunni ákváðum að bjóða bara þeim sem við erum í mestu samskiptum við og þekkjum mjög persónulega, óháð því hvernig þeir eru skyldir okkur. Ég held að það hafi verið rétta leiðin fyrir okkur og vona að fólk virði ákvarðanir brúðhjóna í svona málum. Ég kann ekki að “skilja útundan” en það er gott að hafa Gunna til að róa taugarnar.

Ég vildi að þið gætuð komið við pappírinn .. hér er hugsað út í öll smáatriði.

En aftur að boðskortunum. Ég hef í gegnum árin lofsungið Reykjavik Letterpress fyrir þeirra góðu, fagmannlegu og persónulegu vinnu og hér held ég áfram með sönginn. Þær eru lang bestar á Íslandi að mínu mati og það sannaðist enn og aftur í þessu samstarfi síðustu vikurnar (og næstu vikurnar ..) <3 TAKK ÓLÖF ENGILL! Ég er svo yfir mig ánægð með útkomuna!

Ég ætlaði mér ekkert endilega að gera sér bloggpóst um kortin en þar sem þið eruð svo margar að senda mér línu og spyrja mig út í brúðkaupsundirbúninginn þá reyni ég nú bara að koma með sem mest af upplýsingum hér. Líka gaman fyrir mig sjálfa að hafa skrifað smá “dagbók” til að eiga á netinu í framtíðinni.

Ég heimsótti verslun/vinnustofu þeirra úti á Granda síðast þegar ég var á Íslandi. Hún er staðsett á Fiskislóð 24 fyrir áhugasama.

Fallega vél – vá!

Uppkast … óákveðni.

Hvað hefðum við gert án aðstoðar Ólafar?

Við völdum að hafa boðskortin mjög einföld með fallegri skrift og okkar lógói sem verður áberandi á öllu sem viðkemur brúðkaupinu.

Þó ég setji myndir af boðskortunum hér, þá er ekki þar með sagt að ég sé að bjóða ykkur öllum í brúðkaupið ;) því miður. En ég býð ykkur að fylgjast með í beinni hér á blogginu og á samskiptamiðlum. Það er meira en ég hef lagt í vana minn hingað til hvað varðar persónulega nálgun – svo skál fyrir því!

 

Afsakið hvað ég fel mikið – ég vil ekki sýna allt alveg strax þar sem kortin eru ekki komin í hendurnar á gestunum en get glöð sent einhverjum sem eru í vanda með orðavalið eða uppsetnigu. Sendið mér þá línu hér í kommentakerfið með e-mailinu ykkar eða beint á mitt mail – eg@trendnet.is.

Reykjavík Letterpress mun hjálpa mér með boðskortin, servíettur, sætaskipan og matseðla sem allir verða í þessu sama lúkki. Bestar í sínu fagi! Ég veit ekki hvort þið þekkið Letterpress tæknina, en stafirnir verða allir upphleyptir og það er einhvern veginn svo yndisleg áferð á boðskortinu og það verður svo gæðalegt.
Rakel Tómasdóttir sá um að hanna fallega lógóið okkar sem ég segi ykkur betur frá seinna. Talandi um Rakel, lásuð þið ekki þennan póst í gær? Norr11 bíður ykkar ;)

//

I am so glad over the invitation cards to our wedding. They are made by the geniuses at Reykjavik Letterpress – such a great service, couldn’t recommend more!

Hope all you “not-icelanders” that receive a letter will forgive that we just made them in Icelandic. We decided to keep it simple and basic, the logo is made by Rakel Tomas and we will use it on all the material we make. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AUGNABLIK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    13. April 2018

    Vá ekkert smá falleg kort, til hamingju með þau xx

  2. Andrea

    13. April 2018

    Vá en ótrúlega fallegt og spennandi ❤️

  3. Ýr

    13. April 2018

    Yndislegt boðskort og texti. Þú átt email!

  4. Sara Lind

    14. April 2018

    Svo langbestar og Ólöf náttúrulega ótrúleg ?❤️

  5. Katrín Andrés

    14. April 2018

    En dásamlega falleg kort! Mikið er ég sammála þessu með gestalistann – að hafa aðeins þá sem maður þekkir persónulega og er í samskiptum við held ég að geri daginn enn betri ef það er þá hægt <3