fbpx

AUGNABLIK

ÍSLENSK HÖNNUN

Rakel Tómasdóttir er ung kona á uppleið … skrifaði ég á bloggið 23.mars 2016, fyrir tveimur árum síðan (HÉR). Ég stend enn við þau orð ef hún er ekki nú þegar búin að meika’ða. Þetta er ekki eini pósturinn þar sem ég hef dásamað þessa kláru konu heldur talaði ég líka um hana HÉR og HÉR og kynntist henni vel þegar við AndreA fengum hana með okkur í skemmtilegasta verkefni síðasta árs, KONUR ERU KONUM BESTAR.

Á morgun heldur Rakel sína fyrstu myndlistasýningu og ég hvet alla til að mæta! Sýningin verður haldin í NORR11 á Hverfisgötu 18A klukkan 18:00 (!).


Gjafapokar í boði fyrir stundvísa gesti og 25% afsláttur af öllum eftirprentunum kallar á að vera tímanlegur. Ég sá gjafapokann á story hjá Rakel í gær og læt fylgja með mynd af honum því hann er sko “keeper” og ég fékk líka þær góðu fréttir að það verði Sjöstrand glaðningur í pokanum ásamt fleiru.


Kvennlíkaminn á súrrealískan hátt –


Myndirnar eru teiknaðar með blýanti og kol á pappír –

„Ég hef alltaf verið að teikna, sama hvað annað ég er að gera í lífinu, ég byrjaði þegar ég var nógu gömul til að halda á blýanti og hef varla stoppað síðan. En ég byrjaði að vinna með þetta konsept að teikna kvennlíkamann á súrrealískan hátt fyrir um það bil ári síðan.”

“Þetta er fyrsta sýningin mín og original teikningarnar mínar hafa aldrei farið út fyrir íbúðina mína áður, hvað þá verið á sýningu. Þetta er mjög stórt skref fyrir mig sem listakonu, ég er segja að mér sé alvara og hvergi nærri hætt.”

“Á sýningunni verð ég með sex nýjar myndir, stærri en ég geri vanalega. Einnig verð ég með myndirnar sem margir hafa séð á instagram og eiga jafnvel eftirprent af ásamt mínum túlkunum á þeim. Á opnuninni verða líka til sýnis hraðspóluð video af teikningunum að verða til, gjafapokar, dj, drykkir og almennt stuð. Hlakka til að sjá sem flesta!

Gangi þér vel elsku Rakel .. Áfram Ísland!
Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GINA TRICOT x ANINE BING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    11. April 2018

    Geggjað flott hjá henni ??