Ég er svo yfir mig ánægð með Oroblu föt sem ég hef notað mikið í brúðkaupsferð minni hér í Asíu. Á ferð og flugi um Bangkok í gær var ég nánast stoppuð á hverju einasta horni og spurð hvaðan fötin væru – ánægjulegt að fá hrós en leiðinlegt að gefa það svar að þau séu ekki fáanleg í nágrenninu. Um er að ræða ítalska hönnun frá Oroblu sem við þekkjum flest sem sokkabuxnamerki en er líka að hanna dásamleg gæða föt sem ég er nýlega búin að uppgötva. Kjóllinn og sloppurinn sem ég klæðist á myndunum hér að neðan eru úr efni sem krumpast ekki í ferðatöskunni (mjög mikill kostur). Þetta tiltekna dress kemur í tveimur litum og er selt sem buxur, kjóll og kimono. Ég fékk fyrsta settið mitt að gjöf þegar ég var gæsuð í Kaupmannahöfn og í Gæsunarpóstinum og í highlights á Instagram hjá mér (EG GÆS) getið þið séð hinn litinn og hvernig ég para kimonoinn við buxur í það skiptið. Hagkaup í Kringlunni er eini staðurinn á Íslandi sem er með vörurnar í sölu en erlendis er merkið fáanlegt á mjög útvöldum stöðum, þar á meðal í Harrods en þó ekki í Harrods hér í Bangkok.
Skoðið highlights á Trendnet Instagram aðganginum ef þið hafið áhuga, þar fór ég í heimsókn og mátaði nokkrar vel valdar flíkur.
//
My favorite outfit on my honeymoon is this one from Oroblu (Italian brand) – the fabric never gets wrinkled in the bag. In Iceland you can only buy them in Hagkaup Kringlan and abroad they are in few stores and Harrods is one of them.
Bast taskan er Bali kaup sem ég er voða ánægð með.
Skór: Mango
PRADA logo veskið er keypt vintage í Svíþjóð fyrr í vor –
Það er kannski betra að taka það fram að Oroblu fötin mín eru gjöf.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg