Ég kemst ekki niður á jörðina eftir eitt dásamlegasta event sem ég hef fengið boð í. Um er að ræða H&MxErdem dinner í sænska sendiráðinu í Osló. Blómaskreytt sendiráð og live tónlist létu undiritaða bíta í tunguna til að fara ekki að grenja yfir allri þessari fegurð sem tók á móti okkur. Ég veit að þetta er nokkuð sterkt til orða tekið en þið vitið hvernig maður verður í svona hamingjukasti …
//
One of the most beautiful events I have been to – H&M x Erdem in the Swedish embassy in Oslo. The house was so wonderful, filled with flowers and live classic music. A perfect mix for my taste.
Æi – sjáið þið t.d. þessa mynd. Blómaskreytingarnar á borðunum báðum, ljósakrónan speglast í glugganum fyrir aftan, smáatriðin á veggjum og æ já, bara allt var uppá 100.
Eftir að hafa leitað lengi af náttbuxum í hinum ýmsu undirfatadeildum þá urðu þessar silkibuxur á vegi mínum í Oslo sama dag – pössuðu fullkomlega við þennan fína slopp og háa hæla – næstum náttfataþema :)
Það var að sjálfsögðu vel við hæfi að klæðast mestmegnis H&M klæðum, öll keypt á fullu verði (til að forðast miskilning).
Blússa: H&M
Eyrnalokkar: H&M
Buxur: Monki (H&M keðja)
Skór: Bianco
Umhverfi: Framtíðar heimilis goals? Mér leið eins og prinsessu í þessu fallega húsi.
Erdem kemur í verslnir H&M í næstu viku og ég er nú þegar búin að eignast tvær flíkur (ég missti mig ekki eins og sumir ;) *hóst* Helgi Ómars) úr línunni því það var boðið upp á pre-shopping í boðinu. Hlakka til að sýna ykkur mínar í næstu dresspóstum og á Instagram (hér) .. Ég mæli með að þeir sem hafi áhuga á samstarfinu kíki á Trendnet Facebook í dag. Þar er Sunnudags glaðningur sem hleypir ykkur framfyrir í röðina þann 2. nóvember þegar línan kemur út ásamt veglegum goodie bag sem inniheldur meðal annars flíkur úr línunni.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg