fbpx

DRESS: BESTU BUXUR

DRESSSHOP

English version below

Eftir Kastljós umræðu gærdagsins þá er kannski vert að taka það fram í byrjun að ég fæ ekkert greitt fyrir færsluna og keypti buxurnar samviskusamlega fyrir innleggsnótu sem ég átti í GK Reykjavík. Ég lifi líka heilbrigðum lífstíl og kem til dyranna eins og ég er klædd hverju sinni – vonandi eruð þið lesendur löngu búnir að átta ykkur á því og treystið mínum skrifum.

Ég er búin að bíða svo lengi eftir að eignast þessar draumabuxur að ég verð að titla þær sem mínar bestu í fataskápnum þessa dagana. Ég mátaði þær fyrst þegar ég var nýlega orðin ólétt og augljóslega hentaði ekki að kaupa þær á þeim tíma, hefðu aldrei komist upp yfir bumbuna. Þær eru í dag orðnar mínar og ég gæti ekki verið sáttari. Gallabuxur í þessum fallega “gallabuxnabláa” lit, niðurmjóar og passlega háar í mittið – nákvæmlega eins og ég vill hafa það. Bestu buxur ..

Hæ að heiman –

IMG_2848

Og frá því í gær –

IMG_2841 IMG_2842

Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég lesanda þær í gegnum Gjafaleik með GK Reykjavík þar sem þær fást en þær eru frá danska merkinu Won Hundred. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur aftan á þær líka. Þetta eru buxurnar sem móta rassinn svona líka svakalega fínt .. ekki verra!

Bolur: WeekDay / herradeild
Jakki: Marni x H&M / gamall
Buxur: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Nike

Mæli með að máta … og sjá hvort þær henti ykkur eins vel og mér. Þær fást líka í fleiri litum.

xx,-EG-.

//

New in .. these Won Hundred denim are my favorite after couple of months of non-denim period. These are perfect fit in blue and last but not least.. they make your butt look pretty good – haha.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

NYFW: FÓLK

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Heiða Dam

    17. February 2016

    Verð að prófa þessar. Virka akkurat eins og ég vill hafa gallabuxur.
    En mikið rosalega lítur þú vel út fallega kona. Nýbúin að eiga barn og ert eins og stjarna!

    • Elísabet Gunnars

      18. February 2016

      Heiða yndi <3 takk fyrir falleg orð ....

  2. Soffia

    18. February 2016

    Þessi athugasemd þín varðandi Kastljós í færslunni hér að ofan fannst mér vera hálfgert „skítakomment”.

    Ég var búin að ákveða að hætta að skoða þá bloggara sem eru að fá endalaust af gjöfum.Hver og einn verður að velja hvað hetar sér. Ég vil ekki veta þeim þessa eftirspurn og finnst þetta algjörlega fráleitt.

    Að gera lítið úr þeim stelpum sem að stigu fram og ræddu þetta opinberlega finnst mér vera glatað. Ég hef haft gaman af því að fylgjast með þér, og eflaust hefur þú fengið helling af vörum frítt. Ég hef alltaf treyst þinni umfjöllun en núna finnst mér þú vera að gera lítið úr því að þessar stúlkur séu að opinbera þetta. Takk fyrir að hafa tekið þér tíma að skrifa um lífið og tilveruna, mér (og eflaust öðrum) til skemmtunar en ég hef ákveðið að heimsækja þína síðu ekki oftar. Án lesenda er tilgangur bloggsíðna afar takmarkaður.

    • Elísabet Gunnars

      18. February 2016

      Sæl Soffía –

      Mér þykir þetta komment frá þér miður. Ég ætlaði mér engan veginn að gera lítið úr stelpunum í Kastljósinu og var þetta meira hugsað sem skot á þessa sérstöku framsetningu hjá Kastljós fólki.

      Þau blönduðu saman umfjöllun um blogg sem markaðstól og umfjöllun um átröskun. Þau hoppuðu úr einu í annað og fannst mér það óþarfi. Einnig fannst mér það mikil einföldun hjá þeim að bloggarar væru að fá fullt af “drasli” frítt, því ég held að það sé algjör undantekning í íslenskum bloggheimi.

      Ég ber mikla virðingu fyrir stúlkunni sem steig fram og sagði frá sínum sjúkdómi, hún sýndi mikið hugrekki og opnaði þannig á umræðuna fyrir aðra. Mér þótti þetta þó ekki eiga heima í sama innslaginu.

      Ég vona að þetta saklausa komment mitt sem var sett fram á léttu nótunum verði ekki misskilið. Þú vonandi fyrirgefur mér þetta og kíkir við hjá mér aftur.

  3. Alda

    18. February 2016

    Fallegar! Hvað kosta þær? :)

  4. Kamilla

    23. February 2016

    Þær eru geðveikar, hvaða típa er þetta og litur?