English version below
Eftir Kastljós umræðu gærdagsins þá er kannski vert að taka það fram í byrjun að ég fæ ekkert greitt fyrir færsluna og keypti buxurnar samviskusamlega fyrir innleggsnótu sem ég átti í GK Reykjavík. Ég lifi líka heilbrigðum lífstíl og kem til dyranna eins og ég er klædd hverju sinni – vonandi eruð þið lesendur löngu búnir að átta ykkur á því og treystið mínum skrifum.
Ég er búin að bíða svo lengi eftir að eignast þessar draumabuxur að ég verð að titla þær sem mínar bestu í fataskápnum þessa dagana. Ég mátaði þær fyrst þegar ég var nýlega orðin ólétt og augljóslega hentaði ekki að kaupa þær á þeim tíma, hefðu aldrei komist upp yfir bumbuna. Þær eru í dag orðnar mínar og ég gæti ekki verið sáttari. Gallabuxur í þessum fallega “gallabuxnabláa” lit, niðurmjóar og passlega háar í mittið – nákvæmlega eins og ég vill hafa það. Bestu buxur ..
Hæ að heiman –
Og frá því í gær –
Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég lesanda þær í gegnum Gjafaleik með GK Reykjavík þar sem þær fást en þær eru frá danska merkinu Won Hundred. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur aftan á þær líka. Þetta eru buxurnar sem móta rassinn svona líka svakalega fínt .. ekki verra!
Bolur: WeekDay / herradeild
Jakki: Marni x H&M / gamall
Buxur: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Nike
Mæli með að máta … og sjá hvort þær henti ykkur eins vel og mér. Þær fást líka í fleiri litum.
xx,-EG-.
//
New in .. these Won Hundred denim are my favorite after couple of months of non-denim period. These are perfect fit in blue and last but not least.. they make your butt look pretty good – haha.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg