fbpx

DRESS: AFTUR Í RÚTÍNU

LÍFIÐ
Eyrnalokkarnir í færslunni voru gjöf.

Eyrnalokkar er sá fylgihlutur sem mér finnst gera hvað mest fyrir lúkkið. Ég á nokkra til skiptanna og vel eftir hentisemi hvað ég hengi í eyrun hverju sinni. Ég er ekki alla daga með hangandi lokka í eyrunum en staðan er þannig í dag … kannski afþví að það er föstudagur og mér finnst það gera mikið fyrir einfalt lúkk? Þessa fékk ég að gjöf frá Hlín Reykdal eftir að ég rakst á þá á Instagram hjá henni. Þeir heita Gravity Gold Earrings og mér finnst þeir mjöög Elísabetarlegir! Fást: HÉR


Skór: Bianco/gamlir, Buxur: H&M

Ég hef nánast ekki málað mig síðasta mánuðinn – finnst það ekki þurfa þegar sólin skín skært. Ég leyfi frekar náttúrulegu pínulitlu freknunum að njóta sín og hendi hárinu upp í tagl. Þið sem fylgið mér á Instagram hafið orðið vör við það.
Eins og ég hef áður sagt ykkur á blogginu þá set ég þó gjarnan á mig varalit eða varasalva þó ég sé ekki með neitt annað í andlitinu. Það virkar fínt.

Hæ héðan –

Það er ótrúlegt að fyrsta vinnuvikan í Danmörku eftir sumar”frí” sé senn á enda. Mikið sem það var gott að komast aftur í rútínu – var með margt uppsafnað þó ég hafi vissulega unnið mikið á Íslandi og x klukkutíma á dag fyrir vinnu á Spáni. Maður kemst aldrei alveg í frí þegar maður vinnur fyrir sjálfa sig, en ég er orðin vön því og sætti mig vel við það.

Góða helgi yfir hafið til ykkar xx njótið þessarar dásemdar sælu sem Niceland er að bjóða uppá.

xx,-EG-.

 

FORELDRAFRÍ Í ALTEA FEGURÐ

Skrifa Innlegg