fbpx

DAGSINS DRESS

LÍFIÐSAMSTARF

Stimpla mig út hér í dag ♥️ þakklæti til allra sem mættu í stuðið í Smáralind …

Undirituð er í hamingjukasti eftir vel heppnað launch á flottri fatalínu í H&M í Smáralind. Það skemmtilegasta við svona verkefni er að fá að hitta ykkur öll sem fylgist með hér á blogginu og á Instagram. Búðarkonuhjartanu mínu (ég vann í verslun í 10 ár) finnst líka alltaf jafn gaman að fá að standa á gólfinu – vildi að ég gæti gert miklu meira af því. Flíkurnar ruku út eins og heitar lummur og þegar þetta er skrifað er lítið eftir á slánum. Eeen kíkið þó endilega við og sjáið hvort heppnin verði með ykkur. Við vorum byrjuð að klæða gínurnar úr til að gera öllum gestum til geðs – gaman.


Peysa: H&M Studio, Kjóll: H&M Studio, Buxur: H&M, Skór: H&M, Spennur: Glitter (bráðum fær AndreA sambærilegar í sölu)

_____

Takk H&M fyrir samstarfið síðustu vikur – gaman að taka þátt í þessu ferðalagi með ykkur!

xx,-EG-.

Á FORSÍÐU HM.COM

Skrifa Innlegg