fbpx

CRUISE COLLECTION FRÁ CHANEL – FERÐUMST Í DRAUMUM OKKAR

FASHION

Vegna veirunnar sýndi franska tískuhúsið Chanel sumarlínu sína með öðrum hætti en þau ætluðu sér – þó með glæsibrag.
Þema línunnar er ”Balade en Méditerranée” eða Ferðalag um Miðjarðahafið og ég elskaði að fletta í gegnum myndirnar.

Um er að ræða Cruise collection 2020/21 sem í upphafi átti að vera kynnt á Capri á Ítalíu en útaf svolitlu (þið vitið hverju) þá þurfti að breyta plönum. Með línunni leyfir Chanel okkur að dreyma um ferðalög um Miðjarðahafið þó við vitum öll að það þurfi að bíða betri tíma – í ár eru flestir að njóta sumarfrís heima hjá sér en það þýðir ekki að við megum ekki láta okkur deyma um ótroðnar slóðir, samkvæmt Virginie Viard,  yfirhönnuð Chanel.

Línan inniheldur litríkar tweed dragtir, gallaefni og svart þó það sé sumar. Hér að neðan sjáið þið mín uppáhalds lúkk –

Blue baby .. adore

Liggur allt í smáatriðunum … sjáið þessar mini Chanel töskur (!)
Og sólgleraugu með deri, elska 90s vibe-ið!

Drauma ..

Skoðið línuna í heild sinni: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SÆNSKA SÆLAN: KIVIK MÓMENTS

Skrifa Innlegg