English version below
Eins og aðrir tískuþyrstir einstaklingar þá fylgdist ég vel með tískuviku dönsku höfuðborgarinnar sem fram fór í síðustu viku. Það var algjör hápunktur stolta Íslendingsins að fylgjast með sýningu Ganni sem leysti frá stóru leyndarmáli um samstarf sitt við 66°Norður sem fer í sölu í vor. Ég bloggaði í beinni um samstarfið 5 mínútum eftir að sýningu lauk: HÉR
Það er svo gaman þegar Íslendingum gengur vel erlendis og sérstaklega þegar mikil vinna liggur að baki en ég hef fengið að fylgjast náið með dugnaðinum í starfsmönnum íslensku sjóklæðigerðarinnar síðustu árin.
Við Vala, yfirhönnuður 66°Norður vorum ánægðar eftir tískusýninguna þar sem íslensku flíkurnar opnuðu og lokuðu showinu. Það er stórt! Vala er í síðkjól frá Hildi Yeoman og ég er í vesti frá 66°Norður.
Dags og nætur.
Það voru tæpar 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan daginn og ég var klædd í:
Body: H&M, Pils: Monki, Skór: Balenciaga og skipti svo í Tshirt: GANNI, Vesti: 66°Norður fyrir sýninguna um kvöldið.
Veski: Bali kaup, Sólgleraugu: RayBan/Augað
//
I followed CPHFW like probably most of my fashion-thirsty readers. The highlight for a proud Icelander was with no doubt the Ganni show which revealed their collaboration with the Icelandic 66°North. The collab includes 4 items and 2 of them opened and closed the show – thats BIG!
You can see my day/night outfit from that day on the photos above.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg