fbpx

BROSTU

BEAUTYLÍFIÐ

English Version Below

Síðasta myndin úr Max Factor herferðinni á vel við í dag á sænskum mömmudegi. Dagur sem hefur fært mér fallega rós úr garðinum frá Ölbu og nýtt armband frá Gunnari Manuel (verður uppáhalds fylgihlutur sumarsins) – báðar gjafirnar glöddu mig það mikið að ég brosti allan hringinn, eins og ég geri hér að neðan.
Ég lenti í óhappi með tennurnar á mér fyrir rúmu ári síðan (löng saga ..) og hef síðan þá brosað mun minna en ég var vön. Því finnst mér skemmtilegt að þessi mynd af mér, sem tekin var í “hita leiksins”, hafi verið valin sem einn af mínum faktorum. Ég vil og vona að ég muni geta haldið í brosið svo lengi sem ég lifi.

 

Armband: Gunnar Manuel, Rós: frá Ölbu, Bolli: Sjöstrand


Myndir: Íris Björk fyrir Max Factor á Íslandi
Makeup: Harpa Kára
Hár: Ásta Haralds

Reynum sem flest að tileinka okkur þennan faktor sem smitar út frá sér. Brostu framan í heiminn, þá mun heimurinn brosa framan í þig – þetta er ekkert flóknara en það!

//

Swedish mothers day gave me a flower from the garden, picked by Alba, and a new bracelet made by Manuel (definitely my new favorite accessory). The presents made me smile, like I do on the photo above – the last one from my Max Factor campaign.
Put a smile on your face! – It’s so important! 

Góðar stundir.
xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: FRIYAY

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Andrea

  28. May 2018

  Elska þetta bros ❤️

 2. Helga

  31. May 2018

  Hæ, fallegt armband. Get fengið að vita vefsíðuna eða hvar maður getur keypt það?

  • Elísabet Gunnars

   2. June 2018

   Sæl Helga .. armbandið gerði sonur minn fyrir mig í leikskólanum – og því ófáanlegt í verslunum því miður. <3