Ég var afmælisbarn gærdagsins. Og eins og ég hef sagt ykkur frá síðustu árin þá er ekkert annað í stöðunni en að leyfa sér prinsessuleik á degi sem slíkum. Ég tók mér því að mestu frí frá tölvuskjánum – það var góð ákvörðun.
Vakin með glæsilegum söng og morgunmat í rúmið –
Útsýnið í 8 KM morgunskokki .. afþví að ég lagði ekki í 28 KM –
Seinnipartinn skelltum við okkur í spa –
Við höfum aldrei látið það stoppa okkur að vera með litla skottu með í för – henni fannst jafn notalegt og okkur.
Sólríka síðdegi –
Út að borða á La Bodega. Besti tapas staðurinn í bænum –.. með besta fólkinu í bænum –
Mér var komið á óvart með stjörnuljósum og alltof mikilli athygli. Roðnaði í kinnum ..
Aldur er afstæður og því er um að gera að fagna hverju ári sem bætist ofan á. Ungur í anda er það sem skiptir máli –
Birthday girl fór þakklát að sofa með mikla gleði í hjarta.
Takk fyrir mig.
Pís !
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg