Síðasti dagur tískuvikunnar í Stokkhólmi fór fram í gær. En ég fylgdist spennt með fyrstu tveimur hér og hér.
Á síðasta deginum voru það tvær sýningar sem stóðu uppúr að mínu mati. Filippa K og ALTEWAISAOME.
Filippa K er þekkt fyrir að hanna kvenlegt og það gerði hún líka í gær. Línan var í beinum sniðum og lík því sem við höfum séð áður. Samt, alltaf save! Föt sem við fjárfestum í og notum svo í mörg ár á eftir … Gæti borgar sig.
Það er ekkert langt síðan að ég varð skotin í sænska merkinu Altewaisaome. En uppá síðkastið hef ég ekki misst úr seasonum frá þeim og verð alltaf jafn heilluð af því sem þau gera. Það var eins í gær og áður. Ég var hrifin. Mjög hrifin.
_
Svíarnir stóðu fyrir sínu í þetta skiptið. Nú er það Kaupmannahöfn sem tekur við. En fyrstu sýningar byrjuðu í dag. Ernu Hrund og Helgi standa vaktina frá Trendnet á staðnum en ég ætla að reyna að vinka þeim örlítið frá tölvuskjánum hér í franska.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg