LANGAR: FILIPPA K

LANGARSHOPUncategorized

English Version Below

Ohh þessi dásamlegi leðurjakki … Ég mátaði hann fyrir nokkrum vikum síðan en er enn með hann á heilanum. Það segir mér að ég ætti mögulega að gera mér aðra ferð til að skoða hann betur. Hann er úr þessu þunna leðri sem lætur hann vera mitt á milli skyrtu og jakka. En það býr til meiri notagildi fyrir eigandann ekki rétt? Jú ég verð að tékka betur á þessu. Eða er það kannski kæri jólasveinn?

 

img_8984filippa

Frá/From: Filippa K

 

//

This beautiful leather jacket (blouse?)  … is on my mind these days. I tried it on some weeks ago and I cant stop thinking about it.
Can it please by mine! Dear Santa?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INNLIT: TÍSKUHÖNNUÐURINN & SMEKKPÍAN FILIPPA K

HeimiliHönnun

Ef ég þyrfti að lýsa sjálfri mér í nokkrum orðum þá væri eitt af orðunum án efa googlenörd. Ég get svoleiðis gleymt mér tímunum saman á google að skoða efni langt aftur í tímann og enda oftast á að uppgötva splunkunýjar vefsíður, spennandi hönnuði eða annað sem vekur áhuga minn. Ég var þó bara í sakleysi mínu að skoða stell í vefverslun Kokku í gærkvöldi sem hannað er af sænska tískuhönnuðinum Filippu K að ég varð hreinlega að vita hvernig væri heima hjá þessari ágætu konu. Ég fer nú ekki að íhuga stell eftir einhverja lummu (djók).

Ég endaði á því að finna gamlar fasteignamyndir frá íbúðinni hennar í Stokkhólmi frá árinu 2013 en íbúðina seldi hún ásamt öllum innanstokksmunum áður en hún flutti til Parísar. Eitthvað sem ég sjálf myndi aldrei gera, að kaupa heilt innbú frá öðrum en getur líklega hentað öðrum vel. Það er margt mjög skemmtilegt við þetta heimili en það sem einkennir það helst er dökkt viðarloftið og svartmálaðir fallegir gluggakarmar. Ég held ég segi ekkert of mikið um þessa rauðu múrsteinabita í loftinu en vá hvað ég hefði málað þá í sama lit og veggurinn, ég veit varla hvað hún Filippa var að spá?

4940933-1024x767 4940943-1024x767 4940953-1024x767 4940959-1024x767 4940965-1024x767 4940967-1024x767 4940975-1024x767

Og ég verð að stelast til að bæta við myndum frá höfuðstöðvum Filippa K í Stokkhólmi alveg ofsalega fallegt rými og greinilega mikil smekkkona á ferð.

About_Us_Sub_04 Start_Main_01-alt

Hér að neðan er hinsvegar stellið sem er svo pretty, kaffimál, diskar og skálar með svart hvítri grafík. Ég er ekki með á hreinu hver selur flíkurnar hér heima -megið endilega láta mig vita- en Kokka er a.m.k. með stellið fína, -sjá hér. Ég hef átt bol frá Filippu K og sjaldan fundið jafn mikil gæði í einni flík, seldi hann þó í einhverju óðagoti og dauðsé eftir. Þessar netsölur geta alveg farið með mig ég hef selt svo margar gersemar sem ég hefði aldrei átt að láta:) En það er nú efni í aðra færslu!

201827-2 filippa-k_autum2011_01

Er dálítið skotin ♡

P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BEST OF SVERIGE AW14 #3

FASHION WEEK

Síðasti dagur tískuvikunnar í Stokkhólmi fór fram í gær. En ég fylgdist spennt með fyrstu tveimur hér og hér.
Á síðasta deginum voru það tvær sýningar sem stóðu uppúr að mínu mati. Filippa K og ALTEWAISAOME.

filippak2-825x551FK12 FK6 FK3
Filippa K er þekkt fyrir að hanna kvenlegt og það gerði hún líka í gær. Línan var í beinum sniðum og lík því sem við höfum séð áður. Samt, alltaf save! Föt sem við fjárfestum í og notum svo í mörg ár á eftir … Gæti borgar sig.

AlwS9 AlwS11 AlwS12 AlwS4

Það er ekkert langt síðan að ég varð skotin í sænska merkinu Altewaisaome. En uppá síðkastið hef ég ekki misst úr seasonum frá þeim og verð alltaf jafn heilluð af því sem þau gera. Það var eins í gær og áður. Ég var hrifin. Mjög hrifin.
_

Svíarnir stóðu fyrir sínu í þetta skiptið. Nú er það Kaupmannahöfn sem tekur við. En fyrstu sýningar byrjuðu í dag. Ernu Hrund og Helgi standa vaktina frá Trendnet á staðnum en ég ætla að reyna að vinka þeim örlítið frá tölvuskjánum hér í franska.

xx,-EG-.

 

Á ÓSKALISTANUM

FILIPPA KÓSKALISTINN

 

Þessi kápa er komin á óskalistann – ég rakst á hana á netvafrinu  rétt í þessu. Djúsí kápa í mjög flottum lit, einmitt þeim lit sem mér hefur fundist flottur upp á síðkastið.

Frá Filippa K, þar sem sjaldan er klikkað á smáatriðunum. 
Þessi myndi sóma sér vel í vindinum og við hvaða tilefni sem er. Munum að klæða okkur vel, ég tek undir hvert orð hennar Elísabetar frá því í gær.

Meira hér, online búðir hér.

xx

Andrea Röfn

 

KAMEL KÁPA FYRIR VETURINN

FÓLKLANGARSHOP

 

Yfirhafnir er alltaf það fyrsta sem að ég get auðveldlega keypt mér.
Kamel lituð kápa fyrir veturinn er á óskalista en þessar hér fyrir neðan hafa vinninginn yfir þær sem að ég hef mátað í búðunum.
Þær eru allar frá Filippa K – í tveimur myndum sem að báðar heilla.
photo 1 photo 2photophoto 4 photo

Þó að þetta séu ullarkápur þá virkar efnið svo létt í áferð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég er svona skotin í þeim.
Ég held að mig langi mest í þessa neðstu. Ég er samt mjög ringluð og alls ekkert ákveðin.

xx,-EG-.