INNLIT: TÍSKUHÖNNUÐURINN & SMEKKPÍAN FILIPPA K

HeimiliHönnun

Ef ég þyrfti að lýsa sjálfri mér í nokkrum orðum þá væri eitt af orðunum án efa googlenörd. Ég get svoleiðis gleymt mér tímunum saman á google að skoða efni langt aftur í tímann og enda oftast á að uppgötva splunkunýjar vefsíður, spennandi hönnuði eða annað sem vekur áhuga minn. Ég var þó bara í sakleysi mínu að skoða stell í vefverslun Kokku í gærkvöldi sem hannað er af sænska tískuhönnuðinum Filippu K að ég varð hreinlega að vita hvernig væri heima hjá þessari ágætu konu. Ég fer nú ekki að íhuga stell eftir einhverja lummu (djók).

Ég endaði á því að finna gamlar fasteignamyndir frá íbúðinni hennar í Stokkhólmi frá árinu 2013 en íbúðina seldi hún ásamt öllum innanstokksmunum áður en hún flutti til Parísar. Eitthvað sem ég sjálf myndi aldrei gera, að kaupa heilt innbú frá öðrum en getur líklega hentað öðrum vel. Það er margt mjög skemmtilegt við þetta heimili en það sem einkennir það helst er dökkt viðarloftið og svartmálaðir fallegir gluggakarmar. Ég held ég segi ekkert of mikið um þessa rauðu múrsteinabita í loftinu en vá hvað ég hefði málað þá í sama lit og veggurinn, ég veit varla hvað hún Filippa var að spá?

4940933-1024x767 4940943-1024x767 4940953-1024x767 4940959-1024x767 4940965-1024x767 4940967-1024x767 4940975-1024x767

Og ég verð að stelast til að bæta við myndum frá höfuðstöðvum Filippa K í Stokkhólmi alveg ofsalega fallegt rými og greinilega mikil smekkkona á ferð.

About_Us_Sub_04 Start_Main_01-alt

Hér að neðan er hinsvegar stellið sem er svo pretty, kaffimál, diskar og skálar með svart hvítri grafík. Ég er ekki með á hreinu hver selur flíkurnar hér heima -megið endilega láta mig vita- en Kokka er a.m.k. með stellið fína, -sjá hér. Ég hef átt bol frá Filippu K og sjaldan fundið jafn mikil gæði í einni flík, seldi hann þó í einhverju óðagoti og dauðsé eftir. Þessar netsölur geta alveg farið með mig ég hef selt svo margar gersemar sem ég hefði aldrei átt að láta:) En það er nú efni í aðra færslu!

201827-2 filippa-k_autum2011_01

Er dálítið skotin ♡

P.s. ég er líka komin á Snapchat : svartahvitu & Instagram : svana.svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

IKEA BÆKLINGURINN ER KOMINN!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Ingunn

  25. August 2016

  GK og NTC allavegana :) bjútífúl

 2. Daníel

  25. August 2016

  GK Reykjavík er með Filippa K ;)

 3. Elísabet

  25. August 2016

  GK selur fötin frá henni :)

 4. Sonja

  26. August 2016

  Mér finnst rauðu múrsteinsbitarnir einmitt koma svo vel út með þessum borðstofustólum :)

  • Svart á Hvítu

   26. August 2016

   Svo gott að það hafi ekki allir sama smekk:) Það er eitthvað við litinn sem truflar mig, finnst lofthæðin hreinlega virðast vera minni en það er jú líka útaf dökka viðnum svosem. Hefði fílað þetta ef loftið væri hvítt:)