fbpx

BEST OF SVERIGE AW14 #2

FASHION WEEK

Þrjár línur vöktu athygli mína þegar ég kannaði hvað svíarnir buðu okkur uppá í gærdag.

Mayle

Mayla32 Mayla31 Mayla18 Mayla14 Mayla12

Mayle bauð uppá eitthvað fyrir alla í þetta skiptið. Mér hefur oft fundist línur merkisins verða of exclusive og merkið höfða þannig til minni markhóps. Í þetta sinn komu þau mér á óvart því við fengum að sjá þunn efni sem féllu laust en þó mjög fallega að líkamanum. Þau héldu í klassan en sýndu meiri breidd. Mikið um every day flíkur.

 Ida Sjöstedt

IDA24 IDA21 IDA17 IDA15 IDA10 IDA9 IDA1

Eins og áður var það draumur að fylgjast með sýningu Idu Sjösted, þó að það hafi bara verið í gegnum tölvuskjáinn í mínu tilviki. Flíkurnar voru hver annarri glæsilegri þar sem öll smáatriði voru vel unnin. Pils úr stífum efnum, víðar buxur, pallíettu yfirhafnir og guðdómlegir síðkjólar voru meðal flíka sem módelin báru. Þó að sýningin hafi verið elegance út í gegn þá náði hún samt að vera pínulítið sexy líka. Stundum hefur Ida Sjösted verið of dúlluleg fyrir minn smekk en í þetta sinn var það ekki þannig. Margar af uppáhalds flíkunum minna mig á eitthvað sem maður hefur séð frá AlexanderssMcQueen. Ekki leiðum að líkjast.

DAGMAR 

Dagmar29 Dagmar28 Dagmar27 Dagmar22 Dagmar18 Dagmar16 Dagmar11 Dagmar8 Dagmar6 Dagmar5 Dagmar1

Ég er alltaf spennt að sjá sýningu Dagmar enda er það eitt af mínum uppáhalds sænsku merkjum. Í gær bauð hún uppá æðisleg snið og fallega blöndu af haustlitum: mikið grátt, hvítt, smá appelsínugult og auðvitað svart. Rennilásar voru nýttir á skemmtilegan hátt, til dæmis aftan á kápunum og hér og þar sem falleg smáatriði. Ég elska matching einlitu dressin í þykkum efnum eins og á neðstu myndinni. Vel gerð lína út í gegn.
_

Uppáhalds gærdagsins ….
Hvað finnst ykkur?

xx,-EG-.

BEST OF SVERIGE AW14 #1

Skrifa Innlegg