English version below
6. maí er afmælisdagurinn minn og jahérna – þvílíkur draumadagur!! Afhverju á maður ekki afmæli oftar á ári? ..
Veðurguðirnir voru sérstaklega góðir við mig þetta árið en í gær var heitasti dagurinn hingað til hér í þýska. Ég tók mér frí frá hádegi og eftir það var ég dekruð eins og sönn prinsessa allan daginn af mínu fólki. Það reyndar byrjaði strax um morguninn þegar ég var vakin með heitu kaffi, nýbökuðu croissant og afmælissöng í rúmið – elska þá afmælishefð sem hefur skapast á mínu heimili þegar einhver í fjölskyldunni fyllir ár.
Late lunch var tekinn í Rhein Park með útsýni yfir Dómkirkjuna fallegu.
Ooog inn með magann.
“Me-time” var langþráður hjá þreyttri móður en ég var send í Spa þar sem ég hvíldi mig mjög vel.
Kaffi á Salon Schmitz – uppáhalds kaffi og brunch staðurinn í Köln ..
.. með mínum mönnum
Þessi markaður var örugglega settur upp í tilefni dagsins? Blómabarnið villtist inn á blómamarkað á Rudolfplatz í blíðviðrinu –
Dagurinn endaði síðan í rólegheitum heima. Eins og við gerum reglulega þá keyptum við okkur gott baguette, osta og skinkur með og smá dreitill af rauðu – gæðastund þegar blessuðu börnin eru komin í háttinn.
Semsagt frábær dagur í alla staði!
… ekki má gleyma öllum fallegu kveðjunum frá öllu því kæra fólki sem maður tengist. Afmælisdagurinn minnir mann á hvað maður á marga góða að og það er kannski það verðmætasta við daginn. Takk!
//
One of my favorite day of the year is the 6th of May – my birthday! Above you can see my day in pictures.
The short version:
Croissant and Coffee in bedLunch in Rhein Park
ME-Time in Spa
Afternoon Coffee at Salon Schmitz
Ice-Cream
Baguette, ham & Cheese buffet with a little red wine
The perfect birthday – thanks for all the nice wishes!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg