fbpx

GUÐRÚN HELGA

FASHIONFÓLKÍSLENSK HÖNNUN

English version below

Guðrún Helga Kristjánsdóttir, góðvinkona mín, var ein af þeim sem sýndi útskriftalínu sína í Listasafninu á dögunum. Eins og ég vissi þá var línan hin glæsilegasta og ég bilaðist úr stolti hérna hinu megin við hafið. Hér var hugsað út í öll helstu smáatriði sem heilla augu áhorfenda.

Guðrún er ein af sjálfstæðari konum sem ég þekki. Hún hefur alltaf haft stóra drauma og það veitir mér innblástur að fylgjast með slíku fólki. Aðeins 18 ára flutti hún til London þar sem hún starfaði meðal annars sem verslunarstjóri í Arragant Cat, hún bjó í Kína um árabil, Köben og svo aftur London þar sem hún tók eitt ár af fatahönnunarnáminu sínu.

13162409_10154435909615995_1546022686_n13140842_10154435909905995_477621608_n

Ég heyrði í hönnuðinum og bað hana að deila með okkur sinni ásýnd – svörin finnið þið að neðan.

Gudrun28 Gudrun34

Mig langar langar langar svooo í þennan jakka. Hann er efstur á óskalista.

Gudrun37 Gudrun48 Gudrun15
Andrea okkar var ein af módelunum. Alltaf flott!

Gudrun20 Gudrun26

Fallegt bak –

Gudrun41 Gudrun45

Ermar með pýfum

Gudrun01
Vá!

Gudrun08

Ég hef alltaf verið hrifin af grófum rennilásum og við Guðrún Helga eigum það greinilega sameiginlegt. Rúskinsamfestingur með detailum sem gera lúkkið.

Gudrun09 Gudrun12 Gudrun25

Myndir: Baldur Kristjánsson

Hver er Guðrún Helga?
Fatahönnuður, móðir, dóttir, eiginkona, systir, vinkona, mágkona, svilkona, tengdadóttir og stuðkona.

Hvaðan fékkstu innblástur fyrir línuna?
Línan var unnin eftir persónugerð sem ég mótaði í huganum. Persóna sem ólst upp við erfiðan uppeldisramma, strangar reglur og mikla óreglu. Stundum líður henni eins og hún sé bundin niður við rótina sína.  Hún hefur samt brotist út úr fjötrum æskunnar, fer sínar eigin leiðir, er full af sjálfstrausti og er hinn mesti töffari.

Hvað leggur þú áherslu á í hönnun línunna?
Að hún væri úr góðum efnum – alls ekki gerviefnum. Að flíkurnar væru vandlega sniðnar, fágaðar, óvenjulegar en um leið tímalausar og að ég gæti séð fyrir mér aðal skvísur bæjarins klæðast flíkunum.

Hver eru þín framtíðar plön í hönnun?
Til að byrja með mun ég einbeita mér að því að fylgja eftir þessari línu næsta árið og í leiðinni afla mér meiri reynslu í þessum geira.

_______

Það sem er svo frábært við útskriftasýningar Fatahönnnnardeildar Listaháskólans er hversu ólíkar fatalínurnar eru. Margir gerðu mjög vel en ég hefði viljað sjá fleiri myndir og meiri umfjöllun um framtíðarfólkið okkar í fatahönnun. Kannski hefur það farið fram hjá mér?  Ef einhver á góðan link má sá hinn sami deila honum með mér. Ég er spennt að fá að sjá meira af því sem var sýnt í Listasafninu þetta kvöldið.

Áfram Íslensk hönnun! Og áfram Guðrún Helga!

//

One of my best friend has got a lot of talent! She is graduating from fashion design from The School of Art in Iceland. Above you can see the collection she designed. I really like it – wearable, timeless in fabulous fabrics.

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YEOMAN UM HÁLSINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Edda Gunnlaugsd.

    7. May 2016

    Mjög flott lína, er sértaklega hrifin af ermunum! Er sammála þér með að umfjöllunin hefði mátt vera mun meiri.