fbpx

ACNE AFTUR Á ÍSLANDI

FASHIONFRÉTTIR

JESS! Þetta eru góðar fréttir í morgunsárið. Sænska tískuvörumerkið Acne Studios verður aftur fáanlegt á Íslandi í haust og mér finnst ég knúin til að segja ykkur frá því hér á blogginu. Ég hef verið virk við að koma þeim að á blogginu síðustu árin enda erum við Gunni aðdáendur með meiru og klæðumst gjarnan flíkum frá merkinu. Ég hef líka verið dugleg að kaupa Acne á Gunna í gjafir sem ég hef svo notað sjálf – mjög sniðugt tips fyrir allar kærustur (eiginkonur er það víst ..) að hafa bakvið eyrað ;)

Í höfuðstöðvum Acne í París

Drauma sneakers sem væntanlegir eru fyrir jólin.

Ég kynntist Acne fyrst þegar við tókum það inn í sölu hjá okkur í Centrum í Kringlunni (rip) – uppáhalds verslun sem var minn vinnustaður í mörg ár. Á þeim árum keypti ég mér tvennar Acne gallabuxur sem ég nota ennþá í dag. Centrum var hluti af NTC keðjunni sem er einmitt fyrirtækið sem mun byrja með það í sölu aftur núna. Hlakkið til haust/veturs þvi þá mætir Acne í GK!

Derhúfa: Acne, Skyrta: Acne

Sama skyrta: Acne

Trefill: Acne

Mest notaði fylgihlutur sumarsins: Acne

Skyrta: Acne

Húfa (rip): Acne

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

NÝGIFT

Skrifa Innlegg